Erlent

Námsmenn í Bretlandi örvæntingarfullir

Frá mótmælum stúdenta í Bretlandi á síðasta ári.
Frá mótmælum stúdenta í Bretlandi á síðasta ári. mynd/AFP
Félagsráðgjafar og leiðtogar stúdenta í Bretlanda segja að sífellt fleiri námsmenn stundi vændi til að fjármagna nám sitt. Ástæðan fyrir þessu er rakin til efnahagskreppunnar og aðgerða yfirvalda til að stemma stigum við henni.

Hjálparsamtök vændiskvenna í Bretlandi segja að á síðustu árum hafi tvöfalt fleiri námsmenn leitað á náðir samtakanna en áður.

Sarah Walker, talsmaður samtakanna, segir að niðurskurður og afnám námsstyrkja neyði ungar konur til að snúa sér að vændi.

Rúmlega ein milljón námsmanna í Bretlandi eru án atvinnu en heildartala atvinnulausra er 2.64 milljónir.

Skólagjöld hafa hækkað mikið á síðustu árum og er talið að þau muni hækka enn meir á næsta ári. Að auki hafa yfirvöld í Bretlandi hætt að veita námsstyrki til eldri námsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×