Erlent

Albie þarf nýjan gervifót

Jenny ásamt geitinni Albie.
Jenny ásamt geitinni Albie. mynd/ABC
Eigandi kiðlingsins Albie berst nú fyrir því að geitin litla fái nýjan gervifót. Albie hefur vaxið ört á síðustu misserum og hefur lítil not fyrir gervifótinn sem var upphaflega var sniðinn á hann. Eigandinn er í hentugri stöðu til að berjast fyrir málstað Albie því hún sjálf notar gervifót.

Jenny Brown rekur griðland fyrir húsdýr í nágrenni New York. Hún missti fót við hné þegar hún var 10 ára gömul í kjölfar krabbameins. Þegar Albie mætti á griðlandið með alvarlega sýkingu í fætinum ákvað Brown að taka hann að sér.

Hún segir fótamissinn ekki hafa stöðvað sig og að það sé því enginn ástæða fyrir því að Albie þurfi að lifa erfiðu líf.

Sex mánuðum eftir að Albie fékk gervifótinn gat hann loks stigið úr skugga móður sinnar og gengið til liðs við hjörðina. Brown segir að Albie hafi verið afar hlédrægur og feiminn áður en hann fékk gervifótinn.

Brown segir að Albie hafi gjörbreyst við að fá gerviliminn. Hann stjórnar nú hjörðinni og hefur meir að segja eignast kærustu en Brown skýrði hana Clover.

Brown stendur fyrir söfnunarátaki fyrir Albie. Hún er vongóð um að söfnunin muni bera árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×