Erlent

Banksy afhjúpar nýtt verk

Eitt af fyrri verkum Banksy, Deride and Conquer.
Eitt af fyrri verkum Banksy, Deride and Conquer. mynd/AFP
Nýtt verk eftir götulistamanninn Banksy er nú til sýnis í gallerýi í Liverpool. Verkið er brjóstmynd af óþekktum kardinála. Andlit hans hefur verið afmáð og í staðinn eru auðar skífur í mismunandi litum.

Verkið er kallað Cardinal Sin og vísar bæði í syndafallið og hneykslismál kaþólsku kirkjunnar.

Skúlptúrinn var afhjúpaður í Walker Art Gallery í Liverpool en verkið er umkringt trúarlegum listaverkum frá 17. öld.

Hægt er að sjá listaverkið á vefsíðu Walker Art Gallery.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×