Erlent

Kínverjar sjósetja flugmóðurskip

Gervitunglamynd af flugmóðurskipinu Varyag.
Gervitunglamynd af flugmóðurskipinu Varyag. mynd/AP
Bandarískt fjarskiptafyrirtæki hefur náð myndum af fyrsta flugmóðurskipi Kínverja. Skipið nefnist Varyag og hefur smíði þess staðið yfir í áraraðir.

Flugmóðurskipið er talið bera vitni um hernaðarlegar áætlanir Kínverja og hefur málið vakið mikla athygli.

Talsmaður Varnamálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að lengi hafi verið vitað um smíði flugmóðurskipsins, en ekki var vitað til þess að Kínverjar hefðu sjósett skiptið.

Skipið náðist á mynd þegar það sigldi yfir Gulahafið. Talið er að kínverski herinn hafi skipulagt viðamiklar hernaðaræfingar nú þegar skipið er tilbúið til notkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×