Erlent

NASA þróar geim-skutulbyssu

Verið er að framkvæma tilraunir á skutulbyssunni.
Verið er að framkvæma tilraunir á skutulbyssunni. mynd/NASA/Rob Andreoli
Verkfræðingar hjá Geimferðastofnun Bandaríkjanna hafa þróað skutulbyssu sem verður notuð til að taka sýni úr halastjörnum. Tilraunir hafa verið framkvæmdar á frumgerð byssunnar og hefur verkfræðingum tekist að skjóta endastykkinu tæpa tvo kílómetra.

Aðstandendur verkefnisins segja þessa aðferð vera mun öruggari en að beinlínis lenda á halastjörnunum.

Vísindamenn hjá NASA segja sýni úr halastjörnum varpa ljósi á uppruna lífs á jörðinni. Margir trúa því að undirstöður lífs hafi borist til jarðar þegar halastjörnur skullu á jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×