Erlent

Fimmta hver kona fórnarlamb nauðgunar í Bandaríkjunum

Nær fimmtu hverri konu í Bandaríkjunum hefur verið nauðgað einhvern tímann á ævinni og fjórðungur þeirra hefur orðið fyrir alvarlegri líkamsárás.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Forvarnamiðstöð Bandaríkjanna sem byggir á upplýsingum frá 18 þúsund einstaklingum. Fram kemur að  um 80% nauðgana á konum áttu sér stað áður en þær voru orðnar 25 ára gamlar. Og að 35% þeirra sem nauðgað var þegar þær voru yngri en 18 ára lentu síðan í sömu lífsreynslu síðar á ævinni.

Þá hefur fjórðungur bandarískra kvenna orðið fyrir alvarlegri líkamsárás af hendi eiginmanns eða sambýlismanns.

Hvað karlmenn varðar sýnir skýrslan að einn af hverjum sjötíu þeirra hefur verið nauðgað einhvern tímann á ævinni og að fjórðungi þeirra var nauðgað þegar þeir voru yngri en 10 ára gamlir.

Skýrslan beinir sjónum að hinum alvarlegu afleiðingum þess að vera nauðgað en konur og menn geta þjáðst af eftirköstunum árum saman, jafnvel ævilangt. Eftirköstin felast m.a. í auknu stressi, höfuðverkjum og svefnleysi auk þrálátra verkja og minni mótstöðu gegn sjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×