Erlent

Pönkurum skipað að þvo sér og frelsast

Lögreglan handtók 65 pönkara eftir tónleikana.
Lögreglan handtók 65 pönkara eftir tónleikana. mynd/AFP
Lögreglumenn í Aceh-héraði í Indónesíu handtóku 65 pönk-aðdáendur á laugardaginn. Hár þeirra vara rakað og stálpinnar fjarlægðir. Þeim var síðan fleygt í heilaga á þar sem syndir þeirra voru afmáðar.

Atvikið átti sér stað eftir pönk-tónleika í Aceh-héraði í norðurhluta Indónesíu. Samkvæmt lögreglustjóra Aceh, Iskandar Hasan, ógnaði unga fólkið íslömskum gildum héraðsins.

Eftir að hár pönkaranna var rakað og gengið var frá líkamsgötum þeirra var þeim skipað afklæðast og þvo sér upp úr heilagri lækjarsprænu. Hasan sagði fólkið hafa verið klætt ógeðslegum fötum. Hann lét tannbursta ganga meðal pönkaranna og skipaði þeim að nota hann.

Hasan lét pönkarana einnig lesa upp úr litlu bænakveri.

Pönkararnir hafa lengi kvartað undan áreitni lögreglunnar en átökin náður hámarki á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×