Erlent

Svefndrukkinn kópur braust inn á heimili

Lucky makindalegur í sófanum.
Lucky makindalegur í sófanum. mynd/Department of Conservation/Te Papa Atawhai
Brotist var inn á heimili Annette Swoffer í Welcome Bay í Nýja Sjálandi fyrir stuttu. Það reyndist þó óþarfi að hringja á lögregluna því glæpamaðurinn skreið í makindum sínum upp í sófa og blundaði í stutta stund. Glæpamaðurinn reyndist vera kópurinn Lucky.

Samkvæmt fréttamiðlinum The New Zealand Herald hefur Lucky áður orðið uppvís að því að hafa flúið verndara sína. Starfsmenn hjá dýraverndarsamtökunum SPCA höfðu leitað hans í nokkra klukkutíma áður en hann fannst á heimili Swoffers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×