Erlent

Sjálfumgleði hjá körlum er jákvæður kostur

Borubrattir karlmenn eru jákvæð afleiðing þróunarinnar.
Borubrattir karlmenn eru jákvæð afleiðing þróunarinnar. mynd/AFP
Karlmenn sem mislesa áhuga kvenna og halda að þeir séu myndarlegri en raun ber vitni eru líklegri til að tryggja framtíð mannkyns en aðrir.

Samkvæmt rannsóknum sálfræðinga við háskólann í Texas eru sjálfumglaðir karlmenn mun líklegri til að finna sér maka en áður var talið. Það eina sem þeir þurfa að gera er að halda ótrauðir áfram - þrátt fyrir að viðtökurnar séu misjafnar.

Sálfræðingurinn Carin Perilloux sá um rannsóknina. Hún telur að sjálfumgleði hjá karlmönnum sé afurð þróunarsögu mannsins. Það sé í raun afar jákvætt að karlmenn láti mótbárur í tilhugalífinu lítið á sig fá.

Perilloux segir það síðan vera enn merkilegra að karlmenn þrói með sér þykkann skráp þegar kemur að neitun. Slíkt viðmót sé einungis til þess gert að auka líkurnar á mökun.

Alls voru 200 stúdentar við háskólann í Texas sem tóku þátt í tilrauninni. 97 karlmenn og 103 konur. Perilloux notaðist við svokallað hraða-stefnumót og lét nemendurnar svara nokkrum spurningum áður en stefnumótin hófust.

Niðurstöðurnar gáfu til kynna að ofmat karlmanna á útliti sínu var mun algengara þegar þeir spjölluðu við myndarlegar konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×