Erlent

Læknar framkvæmdu byltingarkennda aðgerð

Lungunum var komið fyirr í hitakassa þar sem læknar gátu fylgst með ástandi þeirra.
Lungunum var komið fyirr í hitakassa þar sem læknar gátu fylgst með ástandi þeirra. mynd/ABC NEWS
Vísindaskáldskapur eða framfarir í læknavísindum?

Byltingarkennd lungnaígræðsla var framkvæmd á sextugri konu frá New York. Læknar frá Presbyterian-spítalanum í New York settu nýju lungun í glerkassa þar sem þau önduðu með hjálp frá vélum.

Þegar aðgerðin hófst var lungunum komið fyrir við hlið konunnar. Lofti var dælt í lungun svo að þau lyftust reglulega. Læknar fylgdust með virkni þeirra í nokkra klukkutíma. Næringarefnum og sýklalyfjum var síðan dælt í þau.

Samkvæmt fréttastöðinni ABC News heilsast konunni vel. Aðgerðin gekk afar vel en nokkur tími þarf þó að líða þangað til árangurinn verður ljós.

Dr. Frank D'Ovidio, skurðlæknir á spítalanum, segir aðferðina vera afar jákvæða þróun. Læknar geti nú hitað lungun og fylgst betur með ástandi þeirra. Þannig eru lungun undirbúin fyrir líkamann áður en þeim er komið fyrir í honum.

Hægt er að sjá kynningarmyndband um aðgerðina á vef ABC News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×