Erlent

Lestarsamgöngur lamaðar í Danmörku

Lestarsamgöngur í Danmörku eru lamaðar í dag vegna verkfalls starfsmanna á verkstæðum DSB eða dönsku ríkisjárnbrautanna.

Búið er að aflýsa um helmingi allra lestarferða í landinu í dag sökum verkfallsins. Starfsmennirnir sitja nú á fundi þar sem þeir ræða hvort halda eigi verkfallinu áfram eða taka upp vinnu að nýju en deila um launakjör veldur verkfallinu.

DSB segir að þótt verkfallið verði stöðvað nú á eftir muni samt sem áður um helmingur af lestarferðunum liggja niðri í dag. Þetta hefur skapað mikið öngþveiti á brautarstöðvum um alla Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×