Erlent

Chirac fundinn sekur

Jacques Chirac
Jacques Chirac mynd/AFP
Jacques Chirac, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið fundinn sekur um fjárdrátt og að hafa misnotað traust almennings.

Hinn 79 ára gamli Chirac var ekki viðstaddur þegar úrskurðurinn var tilkynntur en hann er afar heilsuveill.

Sækjendur hvöttu dómarann til að sýkna Chirac og níu aðra sakborninga í málinu. Árið 2004, á meðan Chirac var sitjandi forseti Frakklands, voru nokkrir sakfelldir í tengslum við málið. Þar á meðal var Alain Juppe en hann var utanríkisráðherra Frakklands á þeim tíma.

Chirac var sakaður um að hafa greitt flokksmeðlimum sínum fyrir að vinna verkefni sem síðan reyndust vera uppspuni.

Hann var forseti Frakklands á árunum 1995 til 2007. Áður en hann tók við forsetaembætti var hann borgarstjóri París en ásakanirnar ná til þess tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×