Erlent

Eitraður landi drepur yfir 100 manns á Indlandi

Yfir hundrað manns hafa látist eftir að hafa drukkið eitraðan landa í Bengal héraðinu á Indlandi. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins.

Dauðsföll af völdum eitraðs landa eru algeng á Indlandi. Þetta ólöglega áfengi er yfirleitt blandað með methyl vínanda og öðru iðnaðarspritti sem getur leitt til uppkasta og dauða.

Landinn gengur undir nafninu desi daroo á Indlandi og er yfirleitt drukkinn af fátækum verkamönnum enda kostar líter af honum aðeins 10 rúpíur eða um 25 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×