Erlent

Bað morðingja sína um að biðja með sér

Eve Carson
Eve Carson mynd/UNC.EDU
Laurence Alvin Lovette Jr
Réttarhöld eru hafin yfir tvítugum karlmanni í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að hafa rænt og myrt Eve Carson. Kunningi hins grunaða vitnaði gegn honum í gær og gerði grein fyrir óhugnanlegum aðdraganda morðsins.

Laurence Lovette Jr var undir lögaldri þegar morðið átti sér stað. Hann mun því ekki hljóta dauðadóm verði hann fundinn sekur.

Í gær hófst vitnaleiðsla í málinu og góðkunningi Lovette, dópsalinn Jayson McNeil, lýsti aðdraganda morðsins. Hann sagði að Lovette og vitorðsmaður hans hefðu ráðist á Carson fyrir utan Háskólann í Norður-Karólínu. Þeir neyddu hana til að taka út peninga úr nálægum hraðbanka.

McNeil sagði að Carson hefði biðlað til ræningja sinna um að þyrma lífi sínu. Á einum tímapunkti bað hún þá um að biðja með sér.

Lík Carsons fannst skammt frá háskólanum. Réttarmeinafræðingur sagði að Carson hefði verið skotin fjórum sinnum með skammbyssu áður en hún var skotin í höfuðið með afsagaðri haglabyssu. Hann sagði að Carson hefði verið á lífi þegar síðasta skotið reið af.

Vitorðsmaður Lovette hefur nú þegar játað sinn sinn hlut í málinu.

McNeil sagði að Lovette hefði tekið í gikkinn. Að því loknu ók hann ásamt vitorðsmanni sínum í hraðbanka og tók út meira af peningum Carsons.

Eve Carson var heiðursnemi við Háskólann í Norður-Karólínu. Hún var forseti nemendafélagsins og hafði nýlega hlotið hinn virta Morehead námsstyrk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×