Erlent

Eplum rigndi í Coventry

mynd/AFP
Ökumönnum í smábænum Keresley í Coventry brá í brún þegar eplum tók að rigna af himnum ofan.

Atvikið átti sér stað á mánudaginn síðastliðinn. Ökumenn voru á leið heim úr vinnu þegar eplin dundu á bílunum. Skothríðin stóð yfir í nokkra stund og nokkrar bílrúður brotnuðu.

Eplahríðin kom þó íbúum Keresley lítið á óvart. Ein kona sagði að saga bæjarins væri sveipuð dulúð og fullyrti að nornir væru á kreiki við skógarjaðarinn.

Atvikið á sér þó röklega útskýringu. Talið er að skýstrókur hafi farið um nálægan aldingarð og hrifið eplin á loft. Þau hafi síðan fallið í Keresley nokkru síðar.

Eplahríðin á sér einnig mörg svipuð fordæmi. Í Ishikawa í Japan árið 2009 rigndi froskum og halakörtum og fiskum hefur ennfremur rignt á nokkrum stöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×