Erlent

Þóttist vera nemandi: "Ég var einmana"

Abe Liu á góðri stundu í Harvard.
Abe Liu á góðri stundu í Harvard. mynd/Youtube
Abe Liu leit út fyrir að vera fullkomlega eðlilegur nemandi við Harvard-háskólann. Hann bjó á heimavistinni og fór í partí með samnemendum sínum. Hann fór meir að segja í tíma.

Staðreyndin er sú að Abe er 27 ára gamall. Hann þóttist vera stúdent við Harvard einfaldlega vegna þess að hann var einmana. Hann gisti nokkrum sinnum í herbergjum nemanda og sagðist vera nýnemi.

Lögreglumenn báðu Abe um að yfirgefa háskólasvæðið eftir að hið sanna kom í ljós. Hann er sagður hafa verið á lóðinni í leyfisleysi og notað fölsuð skilríki.

Í viðtali við The Harvard Crimson sagði Abe að hann hefði ekki haft neitt illt í hyggju. Hann sagðist hafa verið einmana.

Hægt er að lesa ítarlega umfjöllun The Harvard Crimson um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×