Erlent

Með forskot á Sarkozy

François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins, hefur 3,5 prósentustiga forskot á Nicolas Sarkozy forseta Frakklands en kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna, sem er á morgun sunnudag, er nú lokið. Talið er að þetta bil hækki í 12 prósentustig í síðari umferðinni.

Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Indónesíu í dag. Skjálftinn mældist 6,6 á richter og átti upptök sín á um 30 kílómetra dýpi á Papua-svæðinu. Ekki er vitað um meðsl á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Í

Erlent

Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið

Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér.

Erlent

Auður Camerons byggður upp í skattaskjólum

Fjölskylduauður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, var byggður upp gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian, sem greindi frá því í gærkvöldi að faðir Camerons hafi komið sér upp neti fjárfestingasjóða í Panama og Sviss.

Erlent

Engar líkur á að farþegar hafi lifað af

Yfirvöld í Pakistan segja að engar líkur séu á því að einhver hafi komist lífs af þegar farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Vélin er sögð hafa hrapað í íbúðabyggð og herma fregnir að nokkur hús hafi eyðilagst þegar vélin skall á þeim.

Erlent

Birnir sluppu úr dýragarði - tvær konur látnar

Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita héraði. Óljóst er hve margir birnir sluppu út en veiðimenn hafa skotið nokkra í dag. Konurnar tvær sem fundist hafa látnar eru taldir vera starfsmenn í garðinum. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæum hefur verið skipað að halda sig innandyra og gefið var frí í skólum í dag vegna málsins.

Erlent

Farþegaþota hrapaði í Pakistan

Farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Óljóst er hvort einhverjir hafi komist af en björgunarsveitir eru á leið á slysstaðinn.

Erlent

Enn á huldu með hulduefnið

Ráðgátan um hulduefni í alheiminum varð enn dularfyllri í fyrradag eftir að ný rannsókn stjörnufræðinga í Síle gekk í berhögg við fyrri kenningar um eðli efnisins.

Erlent

Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar.

Erlent

Eva Joly stal senunni

Eva Joly stal senunni í frönskum fjölmiðlum í gær, en hún er þessa dagana í kosningabaráttu fyrir frönsku forsetakosningarnar. Fyrsta umferð kosninganna fer fram á sunnudaginn. Joly bauð fjölmiðlamönnum í strætóferð um götur Parísar í gær. Í bíltúrnum ræddi hún allan þann óskunda sem hún telur að Nicholas Sarkozy, núverandi forseti, hafi gert í forsetatíð sinni.

Erlent

Grétu yfir frásögn Breiviks

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, vildi afhausa Gro Harlem Brundland, fyrrverandi forsætisráðherra, taka upp aftökuna og sýna hana á Netinu. Þetta sagði hann í réttarhöldum í dag. Fjórði dagur réttarhaldanna fer nú fram og enn er verið að taka skýrslu af sakborningi. Þar lýsti hann árás sinni í Útey. Saksóknari krafðist þess að stutt hlé yrði gert á réttarhöldunum þegar hann sá að fjöldi fólks sem var samankominn í réttarsalnum til að fylgjast með réttarhöldunum var farinn að skæla.

Erlent

Leðurskjaldbökur hugsanlega ekki í útrýmingarhættu

Vísindamenn hafa fundið stærstu leðurskjaldbökunýlendu í heimi. Leðurskjaldbökur hafa hingað til þótt vera í bráðri útrýmingarhættu en uppgötvanir á eynni Gabon í vesturhluta Afríku vekja upp vonir um að tegundin sé ekki jafn illa stödd og áður var talið. Matthew Witt, hjá háskólanum í Exeter, leiddi rannsóknina á eyjunni. Hann segir að það hafi verið vitað að skjaldbökur af þessu tagi væru á eyjunni en ekki að þær væru þar í jafn miklu mæli.

Erlent

Fordæma myndbirtingar á líkum

Talíbanar í Afganistan hafa fordæmt myndbirtingar af bandarískum hermönnum sem stilltu sér upp fyrir myndatöku með lík af talíbönskum hermönnum. Talíbanarnir segja að myndirnar séu ómannúðlegar og heita hefnd vegna þeirra. Myndirnar sýna talíbana sem fórust í sjálfsmorðsárásum. Þær voru teknar fyrir tveimur árum en birtar í Los Angeles Times á miðvikudaginn. Á einni myndinni er bandarískur hermaður með lík og hendin á líkinu hvílir á öxl hermannsins. Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fordæmt myndirnar og segir að þeir sem beri ábyrgð verði látnir sæta refsingu.

Erlent

Segir Breivik hafa tögl og haldir í réttarsalnum

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik mætti í morgun fyrir rétt, fjórða daginn í röð. Norskir miðlar greina frá því að í þetta skipti hafi hann ekki heilsað með sama hætti og hina dagana, það er að segja að hætti öfga hægri manna.

Erlent

Ætla að byggja kirkju úr pappa

Til stendur að byggja 25 metra háa dómkirkju úr pappa í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi. Gamla dómkirkjan eyðilagðist í miklum jarðskjálfta sem reið yfir borgina haustið 2010.

Erlent

Langveikur piltur var Batman í einn dag

Langveikur piltur í Bandaríkjunum fékk að ganga í skóm Leðurblökumannsins í vikunni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn í borginni Arlington í Texas settu á svið ótrúlega atburðarás þar sem bankaræningjar og Jókerinn sjálfur komu við sögu.

Erlent

Sprengjuleit í þinghúsinu í Osló

Sprengjuleit var gerð í dag í þinghúsinu í Osló þar sem réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik fara fram. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að pakki í kjallara hússins hafi virst innihalda nítróglíserín sem stundum er notað til sprengjugerðar. Þinghúsið þurfti ekki að rýma en sjónvarpsstöðin segir að Breivik hafi verið fluttur um set úr gæsluvarðhaldsklefa sínum í húsinu.

Erlent

Bað þjóðina afsökunar

Juan Carlos, konungur Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar á veiðiferð sinni til Afríku á dögunum, á sama tíma og landið glímir við djúpa efnahagslægð.

Erlent

Stærir sig af fjöldamorðum

Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar.

Erlent

Segja Breivik vera ímyndunarveikan

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana.

Erlent

Spjallþáttur Assange í loftið

Nýr spjallþáttur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, var frumsýndur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT í gær. Í fyrsta þættinum ræddi Assange við Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-skæruliðasamtakanna í Líbanon.

Erlent