Erlent Vilja mynda stjórn í dag Mynda þarf ríkisstjórn með eins mörgum flokkum gríska þingsins og hægt er, sagði leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í gær. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð og vill breyta skilmálum björgunaráætlunar. Erlent 19.6.2012 04:30 Kók loks fáanlegt í Mjanmar Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola mun brátt hefja sölu á gosdrykkjum sínum í Mjanmar, áður Búrma, þar sem kók hefur ekki verið fáanlegt í ríflega sextíu ár. Á næstunni mun því löndum þar sem ekki er hægt að kaupa kók fækka úr þremur í tvö en utan Mjanmar fæst kók ekki á Kúbu og í Norður-Kóreu. Erlent 19.6.2012 04:00 Breivik fær fjölda ástarbréfa Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur fengið ástarbréf og stuðningsyfirlýsingar í fangelsið þar sem hann dvelur. Hann hefur sýnt sálfræðingi sínum nokkur þeirra. Erlent 19.6.2012 00:15 Gargaði eins og fugl á US Open Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson fékk ekki njóta sviðsljóssins lengi eftir að hann bar sigur úr býtum á US Open í síðustu viku. Athyglisjúkur áhorfandi ákvað að trufla verðlaunaafhendinguna með því að garga eins og fugl. Erlent 18.6.2012 23:27 Ólympíufarar fengu gulrætur og róandi sprautur Bandarísku Ólympíufararnir Twizzel, Mighty Nice og Arthur ferðuðust með stíl til Lundúna í síðustu viku. Þessir hreinræktuðu gæðingar munu sýna listir sínar á Ólympíuleikunum sem hefjast í borginni 27. júlí næstkomandi. Erlent 18.6.2012 22:49 Offitusjúklingar stefna fæðuöryggi í hættu Hætta er á að öll heimsbyggðin líði matarskort ef vandi offitusjúklinga er ekki leystur. Frá þessu greinir Sky fréttastofan í dag og vísar í nýja rannsókn máli sínu til stuðnings. Rannsakendur fullyrða að umfram matarneysla þeirra sem teljast of feitir jafnist á við það að einn milljarður manna bættist við mannkyn. Rannsakendurnir, sem starfa við London School of Hygiene and Tropical Medicine segja að fæðuþörf mannkyns sé ekki einungis háð fjölda heldur einnig heildarþyngd mannkynsins. Þess vegna sé mikilvægt að halda þyngd fólks í skefjum. Erlent 18.6.2012 11:16 Hleypi almennum borgurum út Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi krafðist þess í gær að stríðandi fylkingar leyfðu „konum, börnum, öldruðum og veikum“ að yfirgefa borgina Homs og önnur átakasvæði. Degi fyrr hafði hann tilkynnt að eftirlitsmennirnir hefðu hætt störfum vegna vaxandi ofbeldis í landinu. Erlent 18.6.2012 07:30 Óvissa um hver sigraði í egypsku forsetakosningunum Mikil óvissa ríkir um hver var sigurvegari í forsetakosningunum í Egyptalandi um helgina. Erlent 18.6.2012 06:57 Vesturveldin og Íranir aftur að samningaborðinu í dag Samningar fulltrúa Vesturveldanna og Rússlands við Íransstjórn um umdeilda kjarnorkuáæltun Írana hefjast aftur í dag í Moskvu. Tvær fyrri samningalotur milli þessara landa hafa ekki borið árangur. Erlent 18.6.2012 06:54 Danska smurbrauðið loksins komið á frímerki Danska póstþjónustan hefur ákveðið að hefja hið danska smurbrauð til vegs og virðingar með því að gefa út fjögur ný frímerki því til heiðurs. Erlent 18.6.2012 06:47 Dökk skýrsla um starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar Ný skýrsla á vegum bandarískra stjórnvalda um leyniþjónustu landsins, það er þá stofnun sem gætir öryggis Bandaríkjaforseta, sýnir miklar brotalamir í starfsemi leyniþjónustunnar. Erlent 18.6.2012 06:44 Sósíalistar unnu stórsigur í Frakklandi Sósíalistaflokkurinn vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi í gærdag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta þingsæta eða 314 af 577 sætum. Þetta þýðir að flokkurinn þarf ekki að reiða sig lengur á stuðning Græningja. Erlent 18.6.2012 06:32 Fagna niðurstöðunni í grísku þingkosningunum Leiðtogar á Vesturlöndunum og fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa fagnað niðurstöðunni í grísku þingkosningunum. Markaðir í Asíu voru í uppsveiflu í nótt í framhaldi af úrslitunum. Erlent 18.6.2012 06:30 Sósíalistar ná meirihluta í Frakklandi Sósíalistaflokkurinn getur myndað hreinan meirihluta í neðri deild franska þingsins samkvæmt útgönguspám. Samkvæmt spánum hlaut flokkurinn, sem er flokkur Francois Hollande forseta, 312 af 577 þingsætum. Erlent 18.6.2012 03:00 Varla marktækur munur í þingkosningunum Útgönguspár eftir þingkosningarnar í Grikklandi í dag benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Antoni Samaras, sé með örlítið meira fylgi en vinstrabandalagið Syrizia. Munurinn er þó varla marktækur. Erlent 17.6.2012 18:43 Rodney King látinn Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar, fannst látinn í morgun. Unnusta hans fann hann á botni sundlaugar í garði þeirra en ekki er talið að dauða hans hafi borið að saknæmum hætti. Erlent 17.6.2012 16:58 Úlfar drápu starfsmann í dýragarði Starfsmaður í Kolmården dýragarðinum í bænum Norrköping í Svíþjóð lést í morgun eftir að hópur úlfa réðst á hann. Erlent 17.6.2012 14:44 Niðurstöður gætu haft áhrif á þróun evrusamstarfsins Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningarnar í Grikklandi í dag en niðurstöðurnar kunna að hafa mikil áhrif á þróun evrusamstarfsins. Erlent 17.6.2012 13:54 Kosið í Egyptalandi Seinni dagur egypsku forsetakosninganna fer fram í dag og hefur þátttakan verið fremur dræm eins og spáð var. Tveir frambjóðendur eru í kjöri, annars vegar fulltrúi Múslimska bræðralagsins, Mohamed Morsi og Ahmed Shafiq, sem var forsætisráðherra í síðustu ríkisstjórni Mubaraks fyrrverandi forseta. Hann er sagður njóta stuðnings hersins í landinu sem haldið hefur um stjórnartaumana frá því Mubarak var komið frá. Margir þeirra sem stóðu að mótmælunum í landinu á sínum tíma eru ósáttir með valkostina í forsetakjörinu og hafa hvatt fólk til þess að sitja heima. Erlent 17.6.2012 11:45 Fjörutíu ár frá Watergate-málinu Í nótt voru fjörutíu ár liðin frá því að brotist var inn í Watergate bygginguna í Washington. Innbrotið var upphafið að einu mesta hneykslismáli í pólitískri sögu Bandaríkjanna og varð það til þess að Richard Nixon Bandaríkjaforseti sagði af sér tveimur árum síðar. Erlent 17.6.2012 10:08 Banaslys fyrir Radiohead-tónleika Einn lést og þrír slösuðust þegar tónleikasvið hrundi í kanadísku borginni Toronto í gær. Sviðið hrundi klukkutíma áður en tónleikarnir áttu að hefjast en aðalnúmerið á þeim átti að vera breska hljómsveitin Radiohead. Tónleikagestir voru ekki komnir inn á svæðið en búist var við fjörutíuþúsund manns. Þeir sem lentu undir sviðinu voru allir starfsmenn tónleikanna. Erlent 17.6.2012 09:24 Framtíð Grikkja ræðst á morgun Framtíð Grikkja innan evrusamstarfsins mun ráðast á morgun þegar þingkosningar fara fram í landinu. Antoni Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, sagði á útifundi í Aþenu í gær að valið stæði á milli þess að taka upp drökmu á ný eða halda í evruna. Erlent 16.6.2012 14:00 Kosið á ný í Grikklandi Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik á morgun. Kosningarnar geta haft mikil áhrif á framhald fjármálakreppunnar í Evrópu. Erlent 16.6.2012 11:00 Tekur formlega við friðarverðlaununum í dag Mannréttindafrömuðurinn Aung San Suu Kyi frá Búrma tekur í dag formlega við friðarverðlaunum Nóbels í Osló, en þau fékk hún fyrir rúmum 20 árum síðan. Erlent 16.6.2012 10:59 Ungu fólki ekki vísað burt Bandaríkin ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytjendum sem komu til landsins sem börn. Fólk á aldrinum 16 til 30 ára sem hefur búið í landinu í fimm ár eða lengur fær mögulega að vera þar áfram og fá atvinnuleyfi. Fólkið þarf að vera í skóla, útskrifað úr menntaskóla eða hafa verið í hernum og með hreinan sakaferil. Erlent 16.6.2012 00:00 Kínversk kona út í geim Liu Yang verður í dag fyrsta kínverska konan til þess að fara út í geim. Tilkynnt var um geimferðina í gær. Liu er 33 ára gamall herflugmaður. Hún mun ásamt tveimur karlkyns geimförum halda út í geim í dag í Shenzhou-geimferjunni. Förinni er heitið að geimstöðinni Tiangong 1, sem er tilraunaverkefni Kínverja, sem vilja koma upp varanlegri miðstöð í geimnum. Erlent 16.6.2012 00:00 Rangt að lækka bætur til dauðvona einstaklinga Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt að rangt hafi verið að lækka bætur til 31 árs konu vegna læknamistaka á þeirri forsendu að hún ætti ekki langt eftir. Konan fékk brjóstakrabbamein en læknum yfirsást meinið sem dreifðist, samkvæmt fréttavef Politiken. Erlent 15.6.2012 23:00 Skrapp óvart til Íslands Pólskur eftirlaunaþegi ætlaði að bregða sér í heimsókn frá Hirtshals í Danmörku til Kristjánssands í Noregi. Fyrir ótrúleg mistök var hann sendur um borð í Norrænu og siglt til Íslands. Erlent 15.6.2012 16:51 Obama reynir að sannfæra Pútín um hernaðarinngrip Barack Obama og Vladimir Putin munu hittast næsta mánudag og ræða málefni Sýrlands. Þá fær Obama tækifæri til að milda afstöðu Rússa og fá þá til að samþykkja hernaðarinngrip Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi. Erlent 15.6.2012 16:07 Obama ákveður að innflytjendur fái að vera Barack Obama fyrirskipaði í dag að hætt yrði að flytja ólöglega innflytjendur á aldrinum 16 til 30 ára úr landi. Um 800.000 manns munu njóta góðs af þessari ákvörðun. Erlent 15.6.2012 15:36 « ‹ ›
Vilja mynda stjórn í dag Mynda þarf ríkisstjórn með eins mörgum flokkum gríska þingsins og hægt er, sagði leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins í gær. Hann fékk stjórnarmyndunarumboð og vill breyta skilmálum björgunaráætlunar. Erlent 19.6.2012 04:30
Kók loks fáanlegt í Mjanmar Gosdrykkjaframleiðandinn Coca-Cola mun brátt hefja sölu á gosdrykkjum sínum í Mjanmar, áður Búrma, þar sem kók hefur ekki verið fáanlegt í ríflega sextíu ár. Á næstunni mun því löndum þar sem ekki er hægt að kaupa kók fækka úr þremur í tvö en utan Mjanmar fæst kók ekki á Kúbu og í Norður-Kóreu. Erlent 19.6.2012 04:00
Breivik fær fjölda ástarbréfa Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur fengið ástarbréf og stuðningsyfirlýsingar í fangelsið þar sem hann dvelur. Hann hefur sýnt sálfræðingi sínum nokkur þeirra. Erlent 19.6.2012 00:15
Gargaði eins og fugl á US Open Bandaríski kylfingurinn Webb Simpson fékk ekki njóta sviðsljóssins lengi eftir að hann bar sigur úr býtum á US Open í síðustu viku. Athyglisjúkur áhorfandi ákvað að trufla verðlaunaafhendinguna með því að garga eins og fugl. Erlent 18.6.2012 23:27
Ólympíufarar fengu gulrætur og róandi sprautur Bandarísku Ólympíufararnir Twizzel, Mighty Nice og Arthur ferðuðust með stíl til Lundúna í síðustu viku. Þessir hreinræktuðu gæðingar munu sýna listir sínar á Ólympíuleikunum sem hefjast í borginni 27. júlí næstkomandi. Erlent 18.6.2012 22:49
Offitusjúklingar stefna fæðuöryggi í hættu Hætta er á að öll heimsbyggðin líði matarskort ef vandi offitusjúklinga er ekki leystur. Frá þessu greinir Sky fréttastofan í dag og vísar í nýja rannsókn máli sínu til stuðnings. Rannsakendur fullyrða að umfram matarneysla þeirra sem teljast of feitir jafnist á við það að einn milljarður manna bættist við mannkyn. Rannsakendurnir, sem starfa við London School of Hygiene and Tropical Medicine segja að fæðuþörf mannkyns sé ekki einungis háð fjölda heldur einnig heildarþyngd mannkynsins. Þess vegna sé mikilvægt að halda þyngd fólks í skefjum. Erlent 18.6.2012 11:16
Hleypi almennum borgurum út Yfirmaður eftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi krafðist þess í gær að stríðandi fylkingar leyfðu „konum, börnum, öldruðum og veikum“ að yfirgefa borgina Homs og önnur átakasvæði. Degi fyrr hafði hann tilkynnt að eftirlitsmennirnir hefðu hætt störfum vegna vaxandi ofbeldis í landinu. Erlent 18.6.2012 07:30
Óvissa um hver sigraði í egypsku forsetakosningunum Mikil óvissa ríkir um hver var sigurvegari í forsetakosningunum í Egyptalandi um helgina. Erlent 18.6.2012 06:57
Vesturveldin og Íranir aftur að samningaborðinu í dag Samningar fulltrúa Vesturveldanna og Rússlands við Íransstjórn um umdeilda kjarnorkuáæltun Írana hefjast aftur í dag í Moskvu. Tvær fyrri samningalotur milli þessara landa hafa ekki borið árangur. Erlent 18.6.2012 06:54
Danska smurbrauðið loksins komið á frímerki Danska póstþjónustan hefur ákveðið að hefja hið danska smurbrauð til vegs og virðingar með því að gefa út fjögur ný frímerki því til heiðurs. Erlent 18.6.2012 06:47
Dökk skýrsla um starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar Ný skýrsla á vegum bandarískra stjórnvalda um leyniþjónustu landsins, það er þá stofnun sem gætir öryggis Bandaríkjaforseta, sýnir miklar brotalamir í starfsemi leyniþjónustunnar. Erlent 18.6.2012 06:44
Sósíalistar unnu stórsigur í Frakklandi Sósíalistaflokkurinn vann stórsigur í seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi í gærdag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta þingsæta eða 314 af 577 sætum. Þetta þýðir að flokkurinn þarf ekki að reiða sig lengur á stuðning Græningja. Erlent 18.6.2012 06:32
Fagna niðurstöðunni í grísku þingkosningunum Leiðtogar á Vesturlöndunum og fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa fagnað niðurstöðunni í grísku þingkosningunum. Markaðir í Asíu voru í uppsveiflu í nótt í framhaldi af úrslitunum. Erlent 18.6.2012 06:30
Sósíalistar ná meirihluta í Frakklandi Sósíalistaflokkurinn getur myndað hreinan meirihluta í neðri deild franska þingsins samkvæmt útgönguspám. Samkvæmt spánum hlaut flokkurinn, sem er flokkur Francois Hollande forseta, 312 af 577 þingsætum. Erlent 18.6.2012 03:00
Varla marktækur munur í þingkosningunum Útgönguspár eftir þingkosningarnar í Grikklandi í dag benda til þess að Nýi lýðræðisflokkurinn, flokkur Antoni Samaras, sé með örlítið meira fylgi en vinstrabandalagið Syrizia. Munurinn er þó varla marktækur. Erlent 17.6.2012 18:43
Rodney King látinn Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar, fannst látinn í morgun. Unnusta hans fann hann á botni sundlaugar í garði þeirra en ekki er talið að dauða hans hafi borið að saknæmum hætti. Erlent 17.6.2012 16:58
Úlfar drápu starfsmann í dýragarði Starfsmaður í Kolmården dýragarðinum í bænum Norrköping í Svíþjóð lést í morgun eftir að hópur úlfa réðst á hann. Erlent 17.6.2012 14:44
Niðurstöður gætu haft áhrif á þróun evrusamstarfsins Mikil spenna ríkir fyrir þingkosningarnar í Grikklandi í dag en niðurstöðurnar kunna að hafa mikil áhrif á þróun evrusamstarfsins. Erlent 17.6.2012 13:54
Kosið í Egyptalandi Seinni dagur egypsku forsetakosninganna fer fram í dag og hefur þátttakan verið fremur dræm eins og spáð var. Tveir frambjóðendur eru í kjöri, annars vegar fulltrúi Múslimska bræðralagsins, Mohamed Morsi og Ahmed Shafiq, sem var forsætisráðherra í síðustu ríkisstjórni Mubaraks fyrrverandi forseta. Hann er sagður njóta stuðnings hersins í landinu sem haldið hefur um stjórnartaumana frá því Mubarak var komið frá. Margir þeirra sem stóðu að mótmælunum í landinu á sínum tíma eru ósáttir með valkostina í forsetakjörinu og hafa hvatt fólk til þess að sitja heima. Erlent 17.6.2012 11:45
Fjörutíu ár frá Watergate-málinu Í nótt voru fjörutíu ár liðin frá því að brotist var inn í Watergate bygginguna í Washington. Innbrotið var upphafið að einu mesta hneykslismáli í pólitískri sögu Bandaríkjanna og varð það til þess að Richard Nixon Bandaríkjaforseti sagði af sér tveimur árum síðar. Erlent 17.6.2012 10:08
Banaslys fyrir Radiohead-tónleika Einn lést og þrír slösuðust þegar tónleikasvið hrundi í kanadísku borginni Toronto í gær. Sviðið hrundi klukkutíma áður en tónleikarnir áttu að hefjast en aðalnúmerið á þeim átti að vera breska hljómsveitin Radiohead. Tónleikagestir voru ekki komnir inn á svæðið en búist var við fjörutíuþúsund manns. Þeir sem lentu undir sviðinu voru allir starfsmenn tónleikanna. Erlent 17.6.2012 09:24
Framtíð Grikkja ræðst á morgun Framtíð Grikkja innan evrusamstarfsins mun ráðast á morgun þegar þingkosningar fara fram í landinu. Antoni Samaras, leiðtogi Nýja lýðræðisflokksins, sagði á útifundi í Aþenu í gær að valið stæði á milli þess að taka upp drökmu á ný eða halda í evruna. Erlent 16.6.2012 14:00
Kosið á ný í Grikklandi Kosið verður til þings í Grikklandi á nýjan leik á morgun. Kosningarnar geta haft mikil áhrif á framhald fjármálakreppunnar í Evrópu. Erlent 16.6.2012 11:00
Tekur formlega við friðarverðlaununum í dag Mannréttindafrömuðurinn Aung San Suu Kyi frá Búrma tekur í dag formlega við friðarverðlaunum Nóbels í Osló, en þau fékk hún fyrir rúmum 20 árum síðan. Erlent 16.6.2012 10:59
Ungu fólki ekki vísað burt Bandaríkin ætla að hætta að vísa úr landi ólöglegum innflytjendum sem komu til landsins sem börn. Fólk á aldrinum 16 til 30 ára sem hefur búið í landinu í fimm ár eða lengur fær mögulega að vera þar áfram og fá atvinnuleyfi. Fólkið þarf að vera í skóla, útskrifað úr menntaskóla eða hafa verið í hernum og með hreinan sakaferil. Erlent 16.6.2012 00:00
Kínversk kona út í geim Liu Yang verður í dag fyrsta kínverska konan til þess að fara út í geim. Tilkynnt var um geimferðina í gær. Liu er 33 ára gamall herflugmaður. Hún mun ásamt tveimur karlkyns geimförum halda út í geim í dag í Shenzhou-geimferjunni. Förinni er heitið að geimstöðinni Tiangong 1, sem er tilraunaverkefni Kínverja, sem vilja koma upp varanlegri miðstöð í geimnum. Erlent 16.6.2012 00:00
Rangt að lækka bætur til dauðvona einstaklinga Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt að rangt hafi verið að lækka bætur til 31 árs konu vegna læknamistaka á þeirri forsendu að hún ætti ekki langt eftir. Konan fékk brjóstakrabbamein en læknum yfirsást meinið sem dreifðist, samkvæmt fréttavef Politiken. Erlent 15.6.2012 23:00
Skrapp óvart til Íslands Pólskur eftirlaunaþegi ætlaði að bregða sér í heimsókn frá Hirtshals í Danmörku til Kristjánssands í Noregi. Fyrir ótrúleg mistök var hann sendur um borð í Norrænu og siglt til Íslands. Erlent 15.6.2012 16:51
Obama reynir að sannfæra Pútín um hernaðarinngrip Barack Obama og Vladimir Putin munu hittast næsta mánudag og ræða málefni Sýrlands. Þá fær Obama tækifæri til að milda afstöðu Rússa og fá þá til að samþykkja hernaðarinngrip Sameinuðu Þjóðanna í Sýrlandi. Erlent 15.6.2012 16:07
Obama ákveður að innflytjendur fái að vera Barack Obama fyrirskipaði í dag að hætt yrði að flytja ólöglega innflytjendur á aldrinum 16 til 30 ára úr landi. Um 800.000 manns munu njóta góðs af þessari ákvörðun. Erlent 15.6.2012 15:36