Erlent

Sprengdu búðir sjóræningjanna

Þyrlusveitir undir merkjum Evrópusambandsins gerðu árás á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu í gær og eyðilögðu meðal annars birgðageymslu.

Erlent

Hélt strax á fund við Merkel

Aðeins fáeinum klukkustundum eftir að François Hollande tók við forsetaembættinu í Frakklandi hélt hann til Þýskalands á fund við Angelu Merkel kanslara.

Erlent

Fjórtán teknir fyrir slagsmál

Fjórtán félagar í dönskum vélhjólaklíkunum voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir hópslagsmál í Esbjerg í fyrra. Mennirnir eru annars vegar meðlimir Bandidos og stuðningshópsins Guardias Diablos og hins vegar í AK81, sem er stuðningshópur Vítisengla. Meðal hinna dæmdu er foringi Bandidos í Esbjerg og dómarnir eru frá fjórum upp í fjórtán mánuði.

Erlent

Brooks vísar ákærum á bug

Rebekah Brooks, fyrrverandi framkvæmdastjóri vikublaðsins News of the World, hefur verið ákærð fyrir að hafa reynt að halda leyndum upplýsingum um símhleranir, sem stundaðar voru af blaðamönnum blaðsins.

Erlent

Kódak var með kjarnakljúf í New York

Bandaríska fyrirtækið Eastman Kódak starfrækti á sínum tíma lítinn kjarnakljúf í miðri New York borg. Um 1.6 kíló af auðguðu úrani var notað til að knýja ofninn en hann er á stærð við ísskáp.

Erlent

Ayrault nýr forsætisráðherra Frakklands

Francois Hollande, sem sór embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag, hefur útnefnt Jean-Marc Ayrault, borgarstjóra Nantes og þingflokksformann sósíalista, sem næsta forsætisráðherra landsins.

Erlent

Grikkir endurtaka þingkosningar

Forseti Grikklands, Carolos Papouliasm, hefur boðað fulltrúa stjórnmálaflokka landsins á neyðarfund á morgun til að koma á bráðabirgðastjórn þar til þingkosningar fara fram á ný.

Erlent

Verkamannaflokkurinn með metfylgi

Verkamannaflokkurinn er með fjórtán prósenta forskot á Íhaldsflokkinn í Bretlandi ef marka má nýja könnun The Sun. Könnunin var framkvæmd af YouGov, fyrirtæki sem er virt á þessu sviði en Verkamannaflokkurinn hefur ekki mælst svona vel í heilan áratug.

Erlent

Réðust á bækistöðvar sjóræningja

Herskip frá ríkjum Evrópubandalagsins gerðu í nótt árásir á bækistöðvar sjóræningja í Sómalíu. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðist er á sjóræningjana á landi. Í árásunum var bátum ræningjanna, sem bundnir voru við bryggjur, sökkt en bækistöðvarnar eru nálægt hafnarborginni Haradheere.

Erlent

Tóku meintan leigumorðingja af lífi

Írönsk yfirvöld tóku af lífi í morgun mann sem dæmdur var fyrir morð á írönskum kjarnorkufræðingi fyrir tveimur árum síðan. Maðurinn, hinn 24 ára Majid Fashi var einnig sakaður um að vera útsendari ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad en hann var sagður hafa fengið 120 þúsund dollara fyrir að fremja morðið.

Erlent

Þrír geimfarar á leið í geimstöðina

Rússnesk Soyuz geimflaug hóf sig til lofts í morgun en leið hennar liggur að alþjóðlegu geimstöðunni sem er á braut um jörðu. Þrír geimfarar eru um borð, einn Bandaríkjamaður og tveir Rússar. Þeir munu hitta fyrir í geimstöðinni þrjá kollega sína, Bandaríkjamann, Rússa og Hollending.

Erlent

Bitinn af skröltormi í Wal Mart

Viðskiptavinur Wal Mart risaverslunarkeðjunnar í Bandaríkjunum er nú að ná sér á sjúkrahúsi eftir verslunarferð. Hann var staddur í garð-deild verslunar í borginni Clarkson í Washington ríki þegar stærðarinnar skröltormur lét til skarar skríða gegn honum og beit hann í höndina.

Erlent

Dýrum jarðar hefur fækkað um 30 prósent

Dýrum á jörðinni hefur fækkað um 30 prósent á síðustu fjórum áratugum ef marka má nýja skýrslu um ástand jarðar. Skýrslunni er ætlað að vekja athygli ráðamanna heimsins á vandanum en þeir munu hittast á ráðstefnu í Ríó de Janeiro í sumar þar sem rætt verður um leiðir til að auka sjálfbærni.

Erlent

Halda enn í vonina um starfhæfa stjórn

Ráðamenn í Grikklandi halda enn í þá veiku von að hægt verði að mynda starfhæfa stjórn í landinu eftir að stjórnarmyndunarviðræður hafa ítrekað farið út um þúfur. Enn á að funda í dag og á meðal hugmynda sem forsetinn hefur sett fram er að koma á fót utanþingsstjórn skipaða sérfræðingum. Hugmyndin hefur þó ekki fallið í góðan jarðveg á meðal forystumanna flokkanna og því telja skýrendur enn að líklega þurfi að boða til kosninga að nýju. Markaðir um allan heim hafa fallið vegna fregnanna frá Grikklandi og í nótt lækkuðu markaðir í Asíu vegna óvissunnar.

Erlent

Hollande sver embættiseið

Francois Hollande sver embættiseið sinn sem forseti Frakklands í dag. Athöfnin fer fram í Elysee höll í París en þar mun hann taka við stjórnartaumunum úr hendi Nicolas Sarkozy sem hann sigraði í kosningum á dögunum.

Erlent

Morðinginn í Malmö neitar

Réttarhöld hófust í gær yfir Peter Mangs, manninum sem er talinn hafa borið ábyrgð á fjölda skotárása í Malmö í Svíþjóð.

Erlent

Fangar hætta hungurverkfalli

Samkomulag tókst í gær milli Ísraela og palestínskra fanga, sem hafa verið í hungurverkfalli síðan um miðjan apríl til að mótmæla aðstæðum í ísraelskum fangelsum.

Erlent

Palestínskir fangar binda enda hungurverkfall

Rúmlega 1.600 palestínskir fangar í Ísrael hafa ákveðið að binda enda á hungurverkfall sitt eftir að samkomulag náðist við yfirvöld í Ísrael um að úrbætur verði gerðar á aðstæðum í fangelsunum.

Erlent

Svíi ákærður fyrir þrjú morð

Svíinn Peter Mangs var dreginn fyrir dómstóla í Malmö í dag. Mangs, sem er fertugur, er sakaður um að hafa skotið þrjár manneskjur til bana í Malmö og reynt að bana tólf til viðbótar, nokkrir af þeim særðust alvarlega.

Erlent

Danska parið lifði flugslysið af

Fimmtán fórust og sex komust lífs af úr flugslysi í norðurhluta Nepal í nótt. Danskt par er á meðal þeirra sem lifðu slysið af. Danska ríkisútvarpið hefur eftir móður dönsku konunnar að parið hafi sloppið vel úr slysinu - þau séu einungis með marbletti en engin beinbrot. Vélin var að undirbúa lendingu á Jomsom flugvellinum þegar flugvélin skall á fjallshlíð í grenndinni. Svæðið er afar vinsælt á meðal klifurgarpa og göngufólks. Yfirvöld í landinu rannsaka nú tildrög slyssins.

Erlent

Paul Watson í haldi - verður mögulega framseldur

Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Costa Rica en þar hefur hann verið eftirlýstur frá árinu 2002 þegar samtökin skárust í leikinn og stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar úti fyrir ströndum landsins.

Erlent

Grikkir þurfa líklega að kjósa aftur

Fátt getur nú komið í veg fyrir að forseti Grikklands neyðist til að blása til kosninga í landinu að nýju. Tilraunir til myndunar neyðarstjórnar virðast farnar út um þúfur.

Erlent

Flugslys í Nepal - tveir Danir um borð

Að minnsta kosti ellefu fórust í flugslysi í Nepal í nótt þegar vél með 21 mann innanborðs hlekktist á í lendingu í norðurhluta landsins. Að sögn björgunarmanna var um sjö karlmenn að ræða og fjórar konur. Sex komust hinsvegar af, þar á meðal tvö börn að því er fram kemur hjá fréttastofunni Sky.

Erlent

Hátt í fimmtíu lík fundust á þjóðvegi

Fjörutíu og níu aflimuð og afskræmd lík fundust í plastpokum á þjóðvegi sem tengir saman borgina Monterrey og bandarísku landamærin. Þetta er enn eitt áfallið í baráttu yfirvalda gegn sífellt versnandi stríði á milli mexíkóskra eiturlyfjagengja.

Erlent