Erlent

Vændisfólk í bílskúr sendiráðsins

Tveir starfsmenn kanadísku stjórnarinnar hafa verið í Kaupmannahöfn til að rannsaka meint misferli í sendiráði Kanada í borginni, svo sem misnotkun á eignum sendiráðsins, kynþáttafordóma, einelti, ráðningu svarts vinnuafls og vændi í bílskúr sendiráðsins. Öryggisvörður er sagður hafa sést á myndbandsupptöku með vændisfólk í sendiráðsbíl sem lagt hafði verið í bílskúr sendiráðsins.

Erlent

Stórtapaði á öryggisgæslu

Til stendur að rannsaka öryggisgæslufyrirtækið G4S, en það sá um gæslu á Ólympíuleikunum í London. Gríðarlegt tap varð af því verkefni, en fyrirtækið gat aðeins útvegað 7 þúsund verði af þeim 10.400 sem samið hafði verið um. Guardian greinir frá þessu.

Erlent

Íslendingar í New Orleans búa sig undir fellibyl

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjórum fylkjum Bandaríkjanna vegna hitabeltisstormsins Ísaks. Spáð er að hann nái landi annað kvöld. Íslenskur námsmaður í New Orleans ætlar að vera um kyrrt á á heimili sínu meðan Ísak fer yfir, og telur líf sitt ekki í hættu.

Erlent

Leit hætt - ljónið líklega villiköttur

Leit hefur verið hætt að ljóni sem leitað hefur verið að síðasta sólarhring í sveitarfélaginu Essex á suð-austur Englandi. Vopnaðir lögreglumenn hafa leitað að kisa bæði úr lofti og á landi.

Erlent

Assange óhultur enn um sinn

Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir bresk stjórnvöld hafa dregið til baka hótun sína um að ráðast inn ekvadorska sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange.

Erlent

Óhugnaður í Afganistan

Fimmtán karlmenn og tvær konur voru hálshöggvin í suðvestur Afganistan í nótt. Lík þeirra fundust í vegkanti nótt.

Erlent

Sushi-æðið hækkar verð á laxi

Framleiðsla eldislax í Noregi er að nálgast leyfilegt hámark og má búast við verðhækkun, að því er framkvæmdastjóri Grieg Seafood, Morten Vike, segir í viðtali á fréttavef Bergens Tidende.

Erlent

Flugfélög koma sér undan skattgreiðslum

Erlend flugfélög vilja ekki greiða skatta og gjöld fyrir starfsmenn sína í Svíþjóð. Á fréttavef Dagens Nyheter er greint frá því að bæði Ryanair og Norwegian fari í kringum reglurnar með því að ráða fólk í gegnum erlendar starfsmannaleigur á láglaunasvæðum.

Erlent

Ljón í Essex

Lögreglan í Essex í Bretlandi leitar nú að ljóni sem talið er vera á svæðinu. Vopnaðir lögreglumenn leituðu að kattardýrinu í nótt en tvær þyrlu aðstoðuðu við leitina. Tilkynnt var um dýrið í gær en í fyrstu var talið að um gabb væri að ræða.

Erlent

Kynlífsverkfall í Tógó

Mannréttindasamtök í Tógó hvetja nú konur landsins til að neita karlmönnum um kynlíf í eina viku. Er þetta gert í mótmælaskyni við forseta landsins en þess er krafist að hann segi af sér.

Erlent

Enn loga eldar í Venesúela

Enn loga eldar í olíuhreinsistöðinni sem sprakk í Venesúela í gær. Slökkviliðsmenn berjast nú við elda tveimur olíugeymum.

Erlent

Jarðskálfti við El Salvador

Jarðskjálfti upp á sjö komma þrjú stig varð við strendur El Salvador í nótt. Skjálftamiðjan var rúmlega hundrað kílómetra suðvestan við San Miguel en upptök hans voru á fimmtíu og þriggja kílómetra dýpi.

Erlent

Jarðarbúar gætu þurft að gerast grænmetisætur

Vísindamenn gáfu nýverið út allra alvarlegustu viðvaranir sem hingað til hafa verið gefnar um matarbirgðar heimsins. Þeir telja að heimsbyggðin eins og hún leggur sig þurfi mögulega að gerast grænmetisætur innan 40 ára.

Erlent

Ísak veldur manntjóni

Ríkisstjórinn í Flórída hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hitabeltisstormsins Ísaks sem stefnir nú á ríkið. Ísak virðist vera að breytast í fellibyl og gæti valdið miklu tjóni þegar hann nær Flórída.

Erlent

Skipulagðar aftökur í Sýrlandi

Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja að hundruð líka hafi fundist í bæ í nágrenni höfuðborgarinnar Damaskus. Saka þeir stjórnarhermenn um fjöldamorð og segja greinilegt að margir hinna látnu hafi verið teknir af lífi með skipulögðum hætti.

Erlent

Segja Bretland hætt við að ráðast inn í sendiráðið

Rafael Correa, forseti Ekvadors, segir að bresk stjórnvöld hafi dregið til baka hótun sína um að ráðast inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian Assange. Assange, forsprakki Wikileaks, leitaði skjóls í sendiráðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum til þess að komast hjá framsali til Svíþjóðar. Þarlend lögregluyfirvöld vilja yfirheyra hann vegna ásakana um kynferðisofbeldi en Assange óttast að verða framseldur þaðan til Bandaríkjanna. Ekvadorar brugðust ókvæða við þegar Bretar hótuðu því að ráðast inn í sendiráðið skömmu eftir að Assange var veitt hæli í Ekvador. Nú segist Correa hafa fengið skilaboð frá utanríkisráðuneytinu breska að ekki standi til að láta til skarar skríða.

Erlent

Neil Armstrong er látinn

Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar.

Erlent

Ísak gengur yfir Haiti

Hitabeltisstormurinn Ísak gengur nú yfir Haiti. Þar er búið að spá miklum aurskriðum og flóðum. Óttast er um fjölda fólks, sérstaklega þá 400 þúsund íbúa sem enn búa í brágðabirgðatjöldum eftir jarðskjálftann mikla árið 2010.

Erlent

Sprenging í olíuhreinsistöð

Að minnsta kosti sjö eru látnir og tugir eru slasaðir eftir að sprenging varð í olíuhreinsistöð í Venúsúela í nótt. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að enn logi miklir eldar á svæðinu en ekki sé óttast um að ferkari sprengingar verði. Olíuhreinsistöðin nefnist Amuay og er í norðurhluta landsins. Rafael Ramirez, orkumálaráðherra landsins, segir gasleka hafa valdið sprengingunni. Í Venesúela er framleitt mest af olíu í Suður-Ameríku en fjöldi slysa og dauðsfalla tengist framleiðslunni.

Erlent

Bærinn íhugar skaðabótamál

Bæjaryfirvöld í bænum Borja á Spáni er nokkur vandi á höndum eftir að áttatíu og eins árs kona, Cecilia Giménez að nafni, ætlaði að endurbæta aldargamalt málverk af Jesú Kristi á vegg kirkju einnar í bænum með misheppnuðum árangri.

Erlent

Biður Merkel um lengri frest

Angela Merkel Þýskalandskanslari ítrekaði í gær að hún teldi að Grikkland ætti ekki að yfirgefa evrusvæðið, þrátt fyrir alvarlegan skuldavanda sem hefur valdið evrusvæðinu öllu verulegu tjóni.

Erlent

Flóðhesturinn Solly drapst

Flóðhesturinn Solly, sem hafði setið fastur í sundlaug í Limpopo í Suður-Afríku í þrjá daga, drapst í gær áður en björgunarsveitir gátu náð honum upp úr.

Erlent

Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn

Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum.

Erlent