Erlent

AFP velur ljósmyndir ársins

Fréttaritarar og ljósmyndarar AFP-fréttastofunnar hafa tekið saman ljósmyndir ársins 2012. Alls eru ljósmyndirnar 99 talsins og ná þær yfir alla helstu viðburði, atvik og uppákomur ársins.

Erlent

Samkynhneigðir í Washington ganga í það heilaga

Hjónabönd samkynhneigðra eru loks lögleg í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Á fimmtudaginn síðastliðinn sóttu hátt í 1.000 pör um sérstakt leyfi til að ganga í það heilaga. Það var síðan í gær sem fyrirvarinn rann út og rúmlega 140 hjónavígslur fóru þá fram.

Erlent

Útvarpsmennirnir miður sín eftir sjálfsmorð hjúkrunarkonunnar

Mel Greig, annar þáttastjórnenda ástralska útvarpsþáttarins sem gerðu símaat í sjúkrahúsinu þar sem Kate Middleton dvaldi í síðustu viku, brast í grát í viðtali við ástralska sjónvarpsstöð í gærkvöldi. Hjúkrunarkonan sem tók við símtalinu svipti sig lífi á föstudag.

Erlent

Indverjar settu heimsmet í fjöldasöng

Yfir 100.000 Indverjar komu saman í borginni Kanpur í gærdag til að syngja þjóðsöng landsins. Með þessu komust þeir í heimsmetabók Guinness fyrir mesta fjölda fólks sem syngur þjóðsöng sinn í einu.

Erlent

Berlusconi tilkynnir formlega um framboð sitt

Silvio Berlusconi hefur tilkynnt formlega að hann muni gefa kost á sér í komandi þingkosningum á Ítalíu. Þetta sagði hann í viðtali um helgina á einni af sjónvarpsstöðvunum sem eru í eigu hans.

Erlent

Mandela allur að braggast

Nelson Mandela virðist allur vera að braggast að sögn forseta Suður-Afríku, Jacob Zuma, sem heimsótti þennan goðsagnakennda leiðtoga í dag á spítala í Höfðaborg. Mandela, sem er 94 ára gamall, var færðusr á spítala með hraði í gærkvöldi en ekki hefur verið gefið út hvað ami að honum.

Erlent

Mario Monti ætlar að segja af sér

Forsætisráðherra Ítalíu, Maríó Monti hefur ákveðið að segja af sér eftir að Frelsisflokkur Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra dró til baka stuðning við ríkisstjórn hans á fimmtudag.

Erlent

Verksmiðjan hafði misst starfsleyfið

Fjölmargar fataverksmiðjur í Bangladess, sem framleiða ódýr föt handa vestrænum neytendum, eru starfræktar án þess að aðstæður þar þættu boðlegar á Vesturlöndum. Hundruð þeirra uppfylla ekki skilyrði um brunavarnir í Bangladess.

Erlent

Hrekkurinn umdeildi

Í þessu myndskeiði má heyra símaatið sem áströlsku útvarpsmennirnir gerðu í spítalanum, þar sem Katrín Middleton dvaldi. Þau þykjast vera Elísabet drottning og Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms, eiginmanns Katrínar. Þau spyrja um líðan Katrínar, og hjúkrunarfræðingurinn segir þeim frá ástandi hennar. Hjúkrunarkonan sem þau tala við svipti sig lífi í dag, eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag.

Erlent

Hjúkrunarkona Katrínar svipti sig lífi

Talið er að hjúkrunarkona sem hlúði að Katrínu hertogynju af Cambridge hafi svipt sig lífi í dag. Tveir ástralskir útvarpsmenn gerðu henni grikk fyrr í vikunni þegar þeir hringdu á sjúkrahúsið þar sem Katrín hafði dvalið vegna uppkasta á meðgöngu.

Erlent

Um metra há flóðbylgja skall á Japan

Um metra há flóðbylgja hefur skollið á norðausturströnd Japan. Flóðbylgjan kemur í kjölfar jarðskjálfta upp á 7,4 stig sem varð á töluverðu dýpi um 300 kílómetra undan austurströnd landsins í morgun.

Erlent