Fótbolti

Neymar skoraði fjögur í 4-1 sigri

Brasilíumaðurinn Neymar er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður heimsins og minnti hann aftur á sig í nótt er hann skoraði öll mörk sinna manna í 4-1 sigri Santos á Atletico Paranaense í Brasilíu í nótt.

Fótbolti

Ferdinand heyrði ekki hvað Terry sagði

Anton Ferdinand hefur staðfest það sem haldið hefur verið fram í enskum fjölmiðlum alla vikuna - að hann vissi ekki hvað John Terry á að hafa sagt við hann fyrr en eftir að leik Chelsea og QPR lauk um síðustu helgi.

Enski boltinn

Mario Balotelli er engum líkur

Framherjinn Mario Balotelli hagar sér eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Undarleg atvik utan vallar hafa einkennt ferilinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skoðaði bakgrunn ítalska landsliðsmannsins sem stelur fyrirsögnunum í bresku blöðunum nær daglega.

Enski boltinn

1-0 dugði Real Madrid

Real Madrid fær að sitja á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í nótt að minnsta kosti eftir 1-0 sigur á Real Sociedad í kvöld.

Fótbolti

Juventus hélt toppsætinu með sigri á Inter

Juventus vann í kvöld 2-1 sigur á Inter sem er fyrir vikið en í bullandi vandræðum við fallsvæði deildarinnar. Juve er hins vegar enn taplaust og á toppi deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki.

Fótbolti

Tap hjá Alfreð og Lokeren

Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu sautján mínúturnar er lið hans, Lokeren, steinlá á heimavelli fyrir Kortrijk, 4-1, í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti

Loksins sigur hjá Ajax

Ajax frá Amsterdam vann í dag sinn fyrsta sigur í síðustu sex deildarleikjum í hollensku úrvalsdeildinni er liðið mætti Roda JC á útivelli. Niðurstaðan 4-0 sigur gestanna.

Fótbolti

Öruggur sigur Liverpool á West Brom

Liverpool vann í dag öruggan 2-0 sigur á West Brom í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Charlie Adam og Andy Carroll skoruðu mörk Liverpool en Luis Suarez átti stóran þátt í þeim báðum.

Enski boltinn

Villas-Boas: Terry ekki annars hugar

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir tap sinna manna gegn Arsenal í dag að John Terry væri ekki annars hugar vegna mikillar umfjöllunar enskra fjölmiðla um hann í vikunni.

Enski boltinn