Fótbolti

QPR vill fá Alex

Samkvæmt heimildum Sky Sports þá hefur QPR, lið Heiðars Helgusonar, gert Chelsea tilboð í brasilíska varnarmanninn Alex.

Enski boltinn

Liðsfélagi Rúriks hjá OB fær 428 milljóna tilboð frá Kína

Peter Utaka, liðsfélagi Rúriks Gíslasonar hjá danska félaginu Odense Boldklub er væntanlega að förum frá félaginu enda búinn að fá mjög freistandi tilboð frá Kína. Danskir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að OB sé búið búið að samþykkja tilboð kínverska liðsins.

Fótbolti

Redknapp trúir því að Tottenham geti unnið deildina

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að leikmenn liðsins trúi því að liðið geti unnið ensku úrvalsdeildina. Tottenham er með 45 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Everton í gær en liðið er með 45 stig, jafnmörg stig og Englandsmeistaralið Manchester United sem er í öðru sæti. Manchester City er efst með 48 stig þegar 20 umferðir eru búnar.

Enski boltinn

Robbie Keane samdi við Aston Villa

Robbie Keane, hefur komist að samkomulagi við enska úrvalsdeildarliði Aston Villa. Írski framherjinn leika sem lánsmaður með Birminghamliðinu fram til 25. febrúar en Keane er samningsbundinn bandaríska meistaraliðinu LA Galaxy. Aðeins á eftir að fá formlega staðfestingu á félagaskiptunum hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Enski boltinn

Mancini og Gerrard rifust harkalega

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City reifst harkalega við Steven Gerrard fyrirliða Liverpool í gær. Gerrard skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarkeppninnar en síðari leikurinn fer fram á Anfield heimavelli Liverpool.

Enski boltinn

Tottenham upp að hlið Man United

Tottenham vann í kvöld 2-0 sigur á Everton í frestuðum leik úr fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komst liðið upp í 45 stig og er nú með jafn mörg stig og Manchester United í 2.-3. sæti deildarinnar.

Enski boltinn

Aðeins börn tólf ára og yngri mega mæta á leik Ajax og AZ

Bikarleikur Ajax og AZ Alkmaar í Hollandi skömmu fyrir jól komst í heimsfréttirnar þegar stuðningsmaður Ajax réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar. Alvarado fékk rautt fyrir að sparka í árásarmanninn og í kjölfarið kallaði þjálfari AZ Alkmaar lið sitt af velli.

Fótbolti

Newcastle er ekki að reyna að kaupa Carroll aftur frá Liverpool

Sögusagnir um að Newcastle sé að reyna að kaupa Andy Carroll frá Liverpool eru ekki sannar samkvæmt umboðsmanni framherjans. Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda frá Newcastle í janúar í fyrra en Newcastle átti samkvæmt fréttum í enskum miðlum að vera að reyna að kaupa hann til baka á 20 milljónir punda.

Enski boltinn

Szczesny: Baðst afsökunnar á því að hafa líkt Ramsey við nauðgara

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur beðist afsökunnar á því að hafa skrifað inn á twitter-síðu sína að liðsfélagi hans Aaron Ramsey liti út eins og nauðgari. Szczesny sem er 21 árs Pólverji fékk áminningu frá félaginu þar sem hann var minntur á skyldur sínar og hann hefur síðan eytt tístinu út af twitter-síðu sinni.

Enski boltinn