Enski boltinn

Beckham bað Balotelli um áritaða treyju

Beckham og Balotelli.
Beckham og Balotelli. vísir/getty
David Beckham gerir allt fyrir börnin sín. Hann biður meira að segja leikmenn Man. City um áritaðar treyjur ef börnin biðja um það.

Tólf ára sonur hans, Brooklyn, er gríðarlegur knattspyrnuáhugamaður og hefur nýtt krafta föður síns til þess að koma sér upp myndarlegu safni af góðum treyjum.

Balotelli er á meðal þeirra leikmanna sem Brooklyn er hrifinn af og Beckham bað Ítalann því um áritaða treyju. Balotelli varð við bóninni og lét Becks fá treyju er Man. Utd og City mættust um síðustu helgi.

Beckham hefur verið duglegur að taka strákana sína á völlinn en þeir voru einnig allir saman á leik Arsenal og Leeds í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×