Enski boltinn

Íslensku strákarnir ekki á skotskónum í Englandi

Íslendingaliðið Cardiff City komst upp í annað sæti ensku B-deildarinnar er liðið vann góðan sigur á Middlesbrough. Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson voru báðir í byrjunarliði Cardiff. Fyrsti leikur Arons í byrjunarliðinu í nokkurn tíma. Hann fór af velli á 61. mínútu fyrir Craig Bellamy. Heiðar lék allan leikinn.

Enski boltinn

Di Matteo hélt að hann yrði rekinn með Villas-Boas

Ítalínn Roberto di Matteo hefur náð mögnuðum árangri með Chelsea en fáir höfðu trú á því er hann var ráðinn á sínum tíma. Sjálfur var hann ekki öruggur um starf sitt og óttaðist að verða rekinn eftir tap gegn WBA í mars síðastliðnum.

Enski boltinn

Rauða spjaldið hjá Adebayor var dýrkeypt

Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, var heldur betur í sviðsljósinu þegar hann mætti á sinn gamla heimavöll í dag. Hann byrjaði á því að koma Spurs yfir í leiknum en var svo rekinn af velli skömmu síðar eftir heimskulega tæklingu.

Enski boltinn

Rodgers ætlar ekki að selja Luis Suarez

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, segir að Luis Suarez verði áfram hjá félaginu. Framherjinn frá Úrúgvæ hefur verið sterklega orðaður við Englandsmeistaralið Manchester City en leikmannamarkaðurinn opnar á ný í janúar.

Enski boltinn

Togast á um Wimbledon-nafnið

Forráðamenn enska D-deildarliðsins AFC Wimbledon vilja að MK Dons breyti um nafn og hætti að nota Dons-nafnið. Þessi lið mætast í fyrsta sinn í sögunni í ensku bikarkeppninni í næsta mánuði.

Enski boltinn

Chelsea vill fá Falcao í janúar

Chelsea ætlar sér að fá kólumbíska framherjann Radamel Falcao frá Atletico Madrid og helst strax í janúar. Fregnir herma að Chelsea sé þegar farið í viðræður við félagið. Ekki bara það heldur er sagt að Falcao sé þegar búinn að semja um kaup og kjör við enska félagið.

Enski boltinn