Enski boltinn

Demba Ba má ekki keyra bíl næstu sex mánuði

Demba Ba, framherji Newcastle United, er þekktur fyrir mikinn hraða inn á vellinum en hann vill greinilega líka fara hratt yfir utan vallar. Ba er nú búinn að missa bílprófið sitt eftir að hafa verið tekinn tvisvar sinnum fyrir of hraðann akstur.

Enski boltinn

Tevez: Ég hafði gott af deilunum við Mancini

Carlos Tevez telur að deilur hans við stjórann Roberto Mancini á síðasta tímabili komi til með að hjálpa honum á þessu tímabili. Tevez er búinn að skora 3 mörk og leggja upp önnur þrjú í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Zola: Hazard hefur þetta allt saman

Chelsea-goðsögnin Gianfranco Zola er sannfærður um að Belginn Eden Hazard geti orðið einn af bestu leikmönnunum í sögu félagsins. Hazard hefur skorað eitt mark og lagt upp önnur sex í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Javi García: Manchester City er stærsta félagið í Englandi

Javi Garcia er nýjasti leikmaðurinn hjá Manchester City en ensku meistararnir keyptu hann frá Benfica á lokadegi félagsskiptagluggans fyrir 15,8 milljónir punda. Garcia var ekki löglegur fyrir leikinn á móti QPR um síðustu helgi og fær því góðan tíma í landsleikjahléinu til að kynnast öllu hjá City fyrir fyrsta leik sinn með liðinu.

Enski boltinn

Owen gæti verið á leiðinni til Sunderland

Enski knattspyrnumaðurinn Michael Owen hefur ekki enn fundið sér félag til að leika með á núverandi tímabili en nú berast þær fregnir frá England að úrvalsdeildarliðið Sunderland sé í samningaviðræðum við framherjann knáa.

Enski boltinn

Jose Enrique: Santi Cazorla er einn af þeim bestu

Jose Enrique, spænski varnarmaðurinn hjá Liverpool, hefur mikla trú á landa sínum Santi Cazorla sem kom til Arsenal fyrir þetta tímabil. Liverpool og Arsenal mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og hefst leikurinn klukkan 12.30 á Anfield í Liverpool.

Enski boltinn

Carroll missir af landsleikjum Englendinga

Andy Carroll, lánsmaður frá Liverpool, byrjaði vel í fyrsta leiknum með West Ham í gær og átti mikinn þátt í að liðið komst í 3-0 í fyrri hálfleik á móti Fulham. Leikurinn endaði með 3-0 sigri West Ham en þó ekki áður en að Carroll hafði haltrað meiddur af velli.

Enski boltinn

Van Persie sá um Southampton

Hollendingurinn Robin van Persie bjargaði andlitinu og þremur stigum fyrir Manchester United þegar liðið sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Enski boltinn