Enski boltinn

Adkins rekinn frá Southampton

Southampton rak í dag stjórann sinn, Nigel Adkins, úr starfi. Hann var búinn að þjálfa liðið í tvö og hálft ár. Argentínumaðurin Mauricio Pochettino tekur við starfinu.

Enski boltinn

Rodgers brjálaður út í Suarez

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við framherjann sinn, Luis Suarez, eftir að framherjinn viðurkenndi að hafa dýft sér viljandi í leik gegn Stoke.

Enski boltinn

Jack Wilshere hetja Arsenal

Jack Wilshere tryggði Arsenal sæti í fjórðu umferð enska bikarsins þegar hann skoraði eina markið í endurteknum leik á móti Swansea City á Emirates Stadium í kvöld.

Enski boltinn

Remy kominn til QPR: Harry sannfærði hann

Queens Park Rangers gekk í dag frá kaupunum á franska andsliðsframherjanum Loic Remy frá Olympique de Marseille en kaupverðið var ekki gefið upp. Remy skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn

Fulham sekúndum frá því að falla úr leik

Enska úrvalsdeildarliðið Fulham er komið áfram í enska bikarnum eftir 2-1 útisigur á b-deildarliði Blackpool í kvöld í endurteknum leik úr 3. umferð. Fulham mætir annaðhvort West Ham eða Manchester United í 4. umferðinni en þau lið spila aftur á Old Trafford á morgun.

Enski boltinn

Walters breyttist úr skúrki í hetju í kvöld

Jonathan Walters breyttist úr skúrki í hetju í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Stoke-liðið í endurteknum leik í 3. umferð enska bikarsins. Um síðustu helgi varð hann fyrir því óláni að skora tvö sjálfsmörk og klikka á víti í tapleik á móti Chelsea en Walters tryggði Stoke 4-1 sigur á Crystal Palace í kvöld með því að skora tvö mörk í framlengingu.

Enski boltinn

Bolton sló Sunderland út enska bikarnum

Enska b-deildarliðið Bolton sló úrvalsdeildarliðið Sunderland út úr ensku bikarkeppninni í kvöld en fjölmargir endurteknir leikir úr 3. umferðinni fóru þá fram. West Bromwich Albion var annað úrvalsdeildarlið sem féll úr bikarnum í kvöld.

Enski boltinn

Cech vill ekki missa Lampard

Það er lítil stemning fyrir því í búningsklefa Chelsea að missa Frank Lampard frá félaginu. Markvörðurinn Petr Cech hefur nú gefið það út að Lampard eigi skilið nýjan samning hjá félaginu.

Enski boltinn