Enski boltinn

Guardiola stefnir á að þjálfa í Englandi

Hver veit nema Guardiola taki við af Wenger hjá Arsenal einn daginn?
Hver veit nema Guardiola taki við af Wenger hjá Arsenal einn daginn?
Spænski þjálfarinn Pep Guardiola hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni þó svo hann sé sterklega orðaður við Bayern München þessa dagana.

Guardiola sendi enska knattspyrnusambandinu myndband þar sem hann óskaði því til hamingju með 150 ára afmælið og margir fleiri hafa gert slíkt hið sama í dag.

"Sem leikmaður náði ég aldrei að uppfylla draum minn um að spila í úrvalsdeildinni. Í framtíðinni fæ ég vonandi tækifæri til þess að þjálfa í deildinni og fá að upplifa allt sem deildin hefur upp á að bjóða," sagði Pep í myndbandinu.

"Það er sérstakt að spila í þessari deild og ég vil fá að upplifa stemninguna í ensku deildinni. Mér hefur alltaf fundist enski boltinn heillandi. Stuðningurinn sem heimaliðin fá er einstakur.

"Á Ítalíu mun aðeins ákveðinn kjarni styðja þig og síðan drepa þig er þú tapar. Á Englandi standa áhorfendur fast við bak sinna liða. Ég fæ vonandi tækifæri til að þjálfa þarna síðar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×