Sport

Margir of seinir á opnunarleikinn

Miklar tafir urðu við inngang Tips-Arena í Linz fyrrakvöld en þar var vitanlega ströng öryggisgæsla. Leikurinn hófst klukkan 18.00 að staðartíma og því voru áhorfendur flestir að koma úr sinni vinnu skömmu fyrir leik.

Handbolti

Spánverjar áfram í stuði og unnu annan stórsigur

Spánverjar höfðu greinilega mjög gott að tapinu fyrir Íslendingum á laugardaginn því liðið hefur byrjað Evrópumótið í Austurríki á tveimur stórsigrum. Spánverjar fylgdu á eftir tólf marka sigri á Tékkum í gær með níu marka sigri á Ungverjum í kvöld, 34-24.

Handbolti

Logi: Nagaði neglurnar á bekknum

Logi Geirsson segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að sitja og horfa upp á liðsfélaga sína í íslenska landsliðinu kasta frá sér sigrinum á lokamínútum leiksins gegn Serbíu í gær.

Handbolti

Þjóðverjar stálu stigi af Slóvenum

Þýskaland og Slóvenía gerðu 34-34 jafntefli í öðrum leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í handbolta í Austurríki. Það stefndi í annað tap Þjóðverja í jafnmörgum leikjum en Slóvenar klúðruðu leiknum í lokin alveg eins og Íslendingar í gær.

Handbolti

Svíar í slæmum málum eftir sitt annað tap

Svíar eru í vöndum málum í C-riðli Evrópukeppninnar í handbolta í Austurríki eftir 24-27 tap fyrir Pólverjum í kvöld. Svíar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en Pólverjar eru hinsvegar með fullt hús eftir sigra á Þjóðverjum og Svíum.

Handbolti

Arsenal lenti 0-2 undir en vann og komst á toppinn

Arsenal og Liverpool voru bæði á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Arsenal komst á toppinn með 4-2 sigri á Bolton á meðan Liverpool, er aðeins einu stigi á eftir Tottenham og Manchester City í baráttunni um fjórða sætið, eftir 2-0 sigur á Tottenham.

Fótbolti

Stjarnan vann Hauka eftir tvær framlengingar

Stjörnukonur eru komnar í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta eftir 34-32 sigur á Haukum í tvíframlengdum leik í Mýrinni í kvöld. Stjarnan verður því pottinum þegar dregið verður á morgun ásamt Val, Fram og FH sem komust einnig áfram í bikarnum í kvöld.

Handbolti

Móralskur sigur hjá heimamönnum

Austurríkismenn voru ánægðir með frumraun sína á Evrópumótinu í handbolta en liðið tapaði þá fyrir Danmörku, 33-29, í Linz. Ísland og Serbía leika í sama riðli og Ísland mætir Austurríki á morgun.

Handbolti

Alexander: Óli mun ná sér á strik

„Það var kannski bara fínt að við náðum þó jafntefli þó svo að Óli hafi ekki verið góður í gær. Þá er þetta allt í lagi,“ sagði Alexander Petersson við Vísi í dag.

Handbolti

Leikir dagsins á EM

Það er enginn hvíldardagur á EM í dag þó svo Ísland sé ekki að spila en leikið er i C og D-riðlum keppninnar í dag.

Handbolti

Beckford búinn að semja við Everton

Simon Grayson, stjóri Leeds, segir að framherjinn Jermaine Beckford sé búinn að skrifa undir samning við Everton um að ganga til liðs við félagið næsta sumar er samningur hans við Leeds rennur út.

Enski boltinn