Handbolti

Spánverjar áfram í stuði og unnu annan stórsigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjinn Carlos Priento í leiknum í kvöld.
Spánverjinn Carlos Priento í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Spánverjar höfðu greinilega mjög gott að tapinu fyrir Íslendingum á laugardaginn því liðið hefur byrjað Evrópumótið í Austurríki á tveimur stórsigrum. Spánverjar fylgdu á eftir tólf marka sigri á Tékkum í gær með níu marka sigri á Ungverjum í kvöld, 34-24.

Spánverjar voru með átta marka forskot í hálfleik, 17-9, og sigur liðsins var aldrei í hættu. Ungverjar náðu jafntefli á móti Frökkum í fyrsta leik en áttu aldrei möguleika í kvöld.

Alberto Enterrios og Victor Tomas voru í aðalhlutverki hjá Spánverjum og skoruðu báðir 7 mörk úr 10 skotum. Milorad Krivokapic og Peter Gulyas skoruðu fimm mörk fyrir Ungverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×