Handbolti

Frakkar aftur í vandræðum en sluppu með eins marks sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Omeyer var maður leiksins í dag.
Thierry Omeyer var maður leiksins í dag. Mynd/AFP
Frakkar lentu í miklum vandræðum með Tékka á EM í handbolta í dag en sluppu á endanum með eins marka sigur, 21-20. Frakkar gerðu jafntefli við Ungverja í fyrsta leiknum í dag og geta þakkað markverðinum Thierry Omeyer fyrir 21-20 sigur á Tékkum í dag.

Frakkar voru með sex marka forustu í hálfleik, 16-10, en Tékkar voru ekki á því að gefast upp eins og á móti Spáni í gær þegar þeir töpuðu með tólf marka mun.

Thierry Omeyer átti stórleik í marki Frakka og bjargaði sínu liði með því að verja hvað eftir annað úr dauðafærum. Omeyer varði alls 24 skot í leiknum sem þýðir að hann var með 55 prósent markvörslu.

Filip Jicha skoraði 6 mörk fyrir Tékk og Jan Filip var með 5 mörk. Luc Abalo og Daniel Narcisse skoruðu 4 mörk fyrir Frakka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×