Handbolti

Svíar í slæmum málum eftir sitt annað tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slawomir Szmal er búinn að verja frábærlega í marki Póllands á EM.
Slawomir Szmal er búinn að verja frábærlega í marki Póllands á EM. Mynd/AFP
Svíar eru í vöndum málum í C-riðli Evrópukeppninnar í handbolta í Austurríki eftir 24-27 tap fyrir Pólverjum í kvöld. Svíar hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en Pólverjar eru hinsvegar með fullt hús eftir sigra á Þjóðverjum og Svíum.

Svíar byrjuðu leikinn í kvöld ekki illa og voru 8-4 yfir eftir 14 mínútna leik. Pólverjar skoruðu hinsvegar þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks sem færði þeim 15-14 forustu í hálfleik.

Pólverjar gerðu enn betur, skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og komust í 17-14. Svíar náðu loks að jafna í 22-22 en þá komi fjögur pólsk mörk í röð og þeir tryggðu sér góðan sigur.

Michal Jurecki og Tomasz Rosinski skoruðu báðir sex mörk fyrir Pólland og Slawomir Szmal varði 23 skot í markinu. Kim Andersson var markahæstur Svía með fjögur mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×