Fótbolti

Mónakó vann Paris SG á sjálfsmarki - Eiður ekkert með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Mónakó-liðsins fagna sigri.
Leikmenn Mónakó-liðsins fagna sigri. Mynd/
Mónakó vann góðan 1-0 útisigur á Paris Saint Germain í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sem var í dag enn á ný orðaður við enska úrvalsdeildarliðið West Ham kom ekkert við sögu í leiknum.

Sigurmark Mónakó-liðins í leiknum var sjálfsmark Apoula Edima Edel, markvarðar Parísar-liðsins, á 67. mínútu.

Mónakó-liðið vann þarna sinn þriðja deildarsigur í röð en liðið hefur enn ekki fengið á sig mark á þessu ári hvort sem er í þremur deildarleikjum eða í bikarleik á móti Tours FC.  Mónakó hafði ekki unnið á útivelli í deildinni síðan 24. október á síðasta ári.

Mónakó-liðið er í 4. til 6. sæti deildarinnar eftir þennan sigur en Parísarliðið datt alla leið niður í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×