Sport

Barcelona með níu fingur á titlinum
Barcelona vann magnaðan 4-3 sigur á Real Madríd eftir að lenda 0-2 undir þegar liðin mættust í La Liga, efstu deild spænska fótboltans. Með sigrinum eru Börsungar komnir með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn sem Real vann á síðustu leiktíð.

Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea
Newcastle United er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildar karla eftir 2-0 sigur á Chelsea. Sigurinn gæti haft áhrif á drauma Chelsea um að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Enn eitt tapið á Old Trafford
Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni.

Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga
Flestir af bestu leikmönnum Tottenham Hotspur sátu á varamannabekknum þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildar karla.

„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“
Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum.

„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“
Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína.

„Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“
„Hann byrjaði þetta rosalega rólega en svo kom þetta tandurhreint út,“ sögðu Helena Ólafsdóttir og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir í kór þegar farið var yfir dómgæslu í Bestu mörkunum að lokinni 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

„Við ætluðum bara ekki að tapa“
Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil
Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.

Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir
Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin
Á fimmtudag og föstudag fór fram heil umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fram vann sinn fyrsta leik, Sandra María Jessen komst á blað og Þróttur lagði Val í Reykjavíkurslag. Hér að neðan má sjá öll mörkin að leik Tindastól og Breiðabliks undanskildum.

Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli
Það var fagnaðarstund í Grindavík á laugardag þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta heimaleik í háa herrans tíð innan bæjarmarka.

Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar
Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, var hæstánægður með stigið sem liðið sótti gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Með stiginu er ljóst að Dýrlingarnir verða ekki lélegasta lið í sögu deildarinnar ásamt Derby County.

Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York
Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.

Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins.

„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik.

Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Kristian Nökkvi Hlynsson átti sannkallaðan stórleik þegar Sparta Rotterdam vann 3-0 útisigur á Almere City í efstu deild hollenska fótboltans.

Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum
Valur tók á móti ÍA í sjöttu umferð Bestu deild karla á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Eftir vonbrigðar tap í síðustu umferð mættu Valsmenn heldur betur einbeitir til leiks í kvöld gegn Skagamönnum og fóru með öruggan sigur af hólmi 6-1.

Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum
Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Ítalíumeistara Juventus í lokaumferð deildarinnar. Sem besti markvörður deildarinnar var við hæfi að Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu.

Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild
FC Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sæti í næstefstu deild danska kvenna fótboltans á næsta ári. Það gerði liðið með 3-2 sigri á AaB. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði leikinn fyrir FCK.

Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar
Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar.

Skjöldur á loft í Bæjaralandi
Bayern München er Þýskalandsmeistari karla í knattspyrnu. Það var vitað fyrir leik dagsins en eftir 2-0 sigur Bæjara á Gladbach fór Þýskalandsskjöldurinn á loft.

Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi
Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur.

Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina
Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð.

Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið
KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla.

Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki
Andrea Jacobsen átti virkilega góðan leik fyrir Blomberg-Lippa þegar liðið mátti þola tap gegn Dortmund í fyrra undanúrslitaeinvígi liðanna í efstu deild þýska kvennahandboltans. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá með 100 prósent skotnýtingu.

Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga
Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.

„Sigur liðsheildarinnar“
„Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag.

„Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“
Pep Guardiola var allt annað en sáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna í Manchester City gegn botnliði Southampton fyrr í dag. Með stiginu er ljóst að Southampton er ekki slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildar karla.