Sport

Hargreaves og O'Shea í hópnum hjá United á móti Chelsea

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði á blaðamannafundi fyrir stórleik Manchester United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun að miðjumaðurinn Owen Hargreaves og varnarmaðurinn John O'Shea yrði í leikmannahópnum en þeir hafa báðir verið lengi frá vegna meiðsla.

Enski boltinn

Ryan Babel: Þetta var heimskulegt hjá mér

Ryan Babel, leikmaður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið strax á 30. mínútu þegar Liverpool-liðið tapaði 1-2 á útivelli á móti Benfica í Evrópudeildinni í gær. Babel setti þá höndina í andlit Luisao eftir að þessi stóri og mikli varnarmaður Benfica hafði sparkað niður Fernando Torres á ruddalegan hátt.

Enski boltinn

Lars Ivar Moldskred er búinn að semja við KR

Norski markvörðurinn Lars Ivar Moldskred hefur samið við KR út leiktíðina en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Moldskred er 32 ára markmaður með reynslu úr norsku úrvalsdeildinni þar sem að hann spilaði með Molde, Lillestrøm og Strømsgodset.

Íslenski boltinn

Fabio semur við Man. Utd til 2014

Brasilíski bakvörðurinn Fabio da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Man. Utd sem er til ársins 2014. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað 13 leiki með aðalliðinu síðan hann kom til félagsins árið 2008.

Enski boltinn

Enginn Barthez með KR í gær

Ekkert varð af því að franski markvörðurinn Fabien Barthez spilaði með KR gegn Þrótti í gær. Frétt Vísis um það í gær var aprílgabb en eins og flestir ættu að vita var 1. apríl í gær.

Íslenski boltinn

Hamilton sneggstur á báðum æfingum

Lewis Hamilton á McLaren sló öllum við á tveimur æfingum föstudags í Sepang í dag. Hann kláraði seinni æfingu dagsins sem lauk í morgun með besta tíma. Sebastian Vettel varð annar á Red Bull

Formúla 1

Engin stórgallar í bíl Vettels

Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur leitt tvö síðustu mót, en lent í bilunum í báðum mótum og aðeins náð fjórða sæti í því fyrsta. Hann segir bíl sinn þó traustan og bilanirnar sem hafa komið upp bendi ekki til þess að eitthvað sé meiriháttar að hjá Red Bull.

Formúla 1

McLaren á undan Mercedes í nótt

Lewis Hamilton á McLaren var 0.185 sekúndum á undan Nico Rosberg á fyrstu æfingu keppnisliða á Sepang brautinni í Malasíu í nótt. Jenson Button varð annar á McLaren og Michael Schumacher fjórði.

Formúla 1

Gríðarleg öryggisgæsla á HM í sumar

Lögreglumenn frá allt að 25 löndum verða við störf á HM í Suður-Afríku í sumar. Þess utan verður lögreglulið heimamanna vel mannað og öll þáttökulönd senda löggæslufólk á svæðið.

Fótbolti

Magnús: Elska að fá Keflavík núna

Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans.

Körfubolti