Enski boltinn

Pulis: Redknapp sagði mér að semja við Eið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári á Brittania-leikvanginum í gær.
Eiður Smári á Brittania-leikvanginum í gær. Mynd/stokecityfc.com
Tony Pulis ráðfærði sig við Harry Redknapp, stjóra Tottenham, um kaupin á Eiði Smára Guðjohnsen í gær. Redknapp gat sjálfur hins vegar ekki notað Eið Smára þar sem fjórir framherjar voru fyrir hjá liðinu.

Eiður Smári gekk í gær til liðs við Stoke City og samdi við félagið til eins árs. Samkvæmt Sky Sports var ekki um lánssamning frá franska liðinu AS Monaco að ræða heldur var hann einfaldlega keyptur.

„Harry sagði mér að hann væri leikmaður í fremsta flokki," er haft eftir Pulis í Daily Mirror í dag. „Ef þeir hefðu ekki verið með fjóra mjög góða sóknarmenn sjálfir hefðu þeir tekið hann," bætti hann við.

Eiður var í láni hjá Tottenham á síðari hluta síðasta keppnistímabils og hafði verið orðaður við félagið í sumar, ásamt nokkrum öðrum í Englandi.

Gengið var frá kaupunum á Eiði Smára skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær en Stoke keypti þá einnig Marc Wilson frá Portsmouth og fékk Jermaine Pennant að láni frá Real Zaragoza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×