Enski boltinn

Campbell frá í sex mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frazier Campbell og Micah Richards í leiknum um helgina.
Frazier Campbell og Micah Richards í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Frazier Campbell, leikmaður Sunderland, verður frá næstu sex mánuðina eftir að hann meiddist illa á hné í leiknum gegn Manchester City um helgina.

Campbell sleit krossbönd í hné í leiknum og staðfesti Steve Bruce, stjóri Sunderland, að hann yrði frá í hálft ár, að minnsta kosti.

Campbell er 22 ára gamall og kom til Sunderland frá Manchester United fyrir 3,5 milljónir punda í júlí í fyrra.

„Frazier mun koma tvíefldur til baka. Hann var rétt nýbyrjaður að sýna hvað hann getur," sagði Bruce við enska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×