Enski boltinn

Van der Vaart löglegur með Tottenham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Rafael van der Vaart hefur fengið leikheimild með Tottenham. Félagið beið fram á síðustu stundu og var hæpið að hann fengi leyfið sem þó hefur gengið í gegn.

Tilkoma hans þykir afar spennandi en Hollendingurinn kostar litlar 8 milljónir punda.

Tottenham bauð í hann tveimur tímum fyrir lok félagaskiptagluggans.

Van der Vaartfór til Real Madrid frá Hamburg en hefur aldrei fest sig í sessi á Santiago Bernabeu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×