Fótbolti

Elfar Freyr og Guðmundur Reynir í U-21 landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Reynir Gunnarsson í leik með KR.
Guðmundur Reynir Gunnarsson í leik með KR. Mynd/Valli

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 landsliðs karla, hefur valið þá Elfar Frey Helgason, Breiðabliki og KR-inginn Guðmund Reyni Gunnarsson í liðið fyrir leikinn gegn Tékklandi á þriðjudaginn.

Jósef Kristinn Jósefsson er meiddur og Hólmar Örn Eyjólfsson er tæpur fyrir leikinn. Sá síðarnefndi mun þó ferðast með liðinu til Tékklands.

Ísland á möguleika á efsta sæti riðilsins í undankeppni EM 2011 með sigri á Tékkum.

Tékkar eiga þó að spila við Þjóðverja á föstudaginn og geta með sigri tryggt sér fyrsta sætið þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×