Enski boltinn

Tottenham þarf undanþágu fyrir Van der Vaart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart í leik með Real Madrid.
Rafael van der Vaart í leik með Real Madrid. Nordic Photos / Bongarts

Allt útlit er fyrir að Tottenham þurfi undanþágu frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar til að ganga frá félagaskiptum Rafael van der Vaart frá Real Madrid.

Tottenham bauð óvænt í Van der Vaart skömmu áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær en samkvæmt frétt Sky Sports náði ekki að ganga frá öllum pappírum áður en glugginn lokaði klukkan 17.00.

Tottenham hefur því sent stjórn ensku úrvalsdeildarinnar beiðni um undanþágu fyrir Van der Vaart.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×