Sport

Rúrik fór útaf meiddur eftir aðeins 17 mínútur

Rúrik Gíslason spilaði aðeins fyrstu 17 mínúturnar í 1-0 sigri OB á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í Óðinsvéum í kvöld. OB er eftir þennan sigur í 4. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Bröndby en lakari markatölu.

Fótbolti

Hlynur með á ný en Sundsvall tapaði

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru báðir með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en tókst ekki að koma í veg fyrir sautján stiga tap liðsins á útivelli á móti LF Basket, 94-77.

Körfubolti

Eyjólfur samningslaus hjá GAIS

Eyjólfur Héðinsson er nú að ljúka sínum samningi við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS. Tímabilinu lauk um helgina og slapp GAIS naumlega við fall úr deildinni.

Fótbolti

Ronaldo fær skaðabætur

Breska dagblaðið Daily Telegraph hefur komist að samkomulagi við Cristiano Ronaldo um að greiða honum umtalsverðar skaðabætur vegna fréttar sem blaðið birti um hann.

Fótbolti

Kuyt ánægður fyrir hönd Torres

Dirk Kuyt segir að allir leikmenn Liverpool höfðu fulla trú á því að Fernando Torres myndi komast aftur í sitt besta form en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri liðsins á Chelsea um helgina.

Enski boltinn

Ferrari stefnir á titilinn með sigri í lokamótinu

Stefano Domenicali yfirmaður hjá Ferrari segist ekki ætla að reikna út alla hugsanlega möguleika sem kunna koma upp varðandi titilmöguleika Fernando Alonso hjá Ferrari í keppni Formúlu 1 ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um næstu helgi.

Formúla 1

Chelsea á eftir Phil Jones

Chelsea telur sig hafa fundið eftirmann John Terry í Phil Jones, leikmanni Blackburn. Jones hefur vakið athygli margra liða fyrir frammistöðu sína með liðinu.

Enski boltinn

Grétar Rafn í úrvalsliði Sky og Soccernet

Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson er í úrvalsliði helgarinnar hjá vefmiðlinum Soccernet og hann er einnig í úrvalsliði vikunnar hjá Sky. Grétar skoraði eitt marka Bolton í 4:2 sigri liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Enski boltinn

Wiese skammast sín fyrir tapið

Tim Wiese, markvörður Werder Bremen, skammast sín fyrir tap liðsins fyrir Stuttgart um helgina en Wiese mátti hirða knöttinn sex sinnum úr eigin marki.

Fótbolti

Hamilton segist þurfa kraftaverk, en McLaren stjórinn ekki sammála

Lewis Hamilton hjá McLaren telur að hann þurfi kraftaverk til að landa meistaratitlinum í Formúlu 1, en hann er meðal fjögurra ökumanna sem á möguleika á titlinum í lokamótinu um næstu helgi í Abu Dhabi. Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren er ekki sammála að kraftaverk þurfi og segir sögulegan viðburð að fjórir ökumenn séu í baráttunni í lokamótinu.

Formúla 1

Grétar á leið til Keflavíkur

Grétar Ólafur Hjartarson er sagður á leið til Keflavíkur á vef Víkurfrétta í dag en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið síðan ljóst varð að hann yrði ekki áfram með Grindavík.

Íslenski boltinn

Tímabilið líklega búið hjá Samuel

Líklegt er að Walter Samuel, leikmaður Inter, geti ekki spilað meira með liðinu á tímabilinu en talið er að hann hafi slitið krossband í leik Inter gegn Brescia í ítölsku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti