Enski boltinn

Redknapp kemur Huddlestone til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segist ekki viss um hvort að Tom Huddlestone hafi traðkað á Johan Elmander, leikmanni Bolton, í leik liðanna um helgina.

Endursýningar í sjónvarpi virtust gefa til kynna að Huddlestone hafi gerst sekur um gróft brot en Chris Foy, dómari leiksins, tók ekki eftir því.

Redknapp sagðist ekki hafa séð atvikið í sjónvarpi en kom Huddlestone engu að síður til varnar. „Ég get svo svarið það, ég fylgdi boltanum allan tímann og sá þetta ekki. Ég veit ekki hvað gerðist. En Tom er góður fótboltamaður og alls ekki árásargjarn."

Ef enska knattspyrnusambandið tekur málið upp gæti Huddlestone fengið þriggja leikja bann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×