Sport

Vettel og Red Bull vilja taka titilinn með trompi

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins segir að liðið og Sebastian Vettel vilji landa meistaratitli ökumanna með sigri í næsta móti sem er í Japan eftir hálfan mánuð. Vettel nægir tíunda sætið í mótinu og eitt stig, til að verða meistari þegar fimm mótum er ólokið á tímabilinu.

Formúla 1

Whitmarsh segir að Hamilton muni læra sína lexíu

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins hefur komið Formúlu 1 ökumanninum Lewis Hamilton til varnar, en Hamilton var harðlega gagnrýndur af Felipe Massa eftir mótið í Singapúr í gær. Hamilton keyrði aftan á Massa og hefur lent öðrum árekstrum á árinu.

Formúla 1

Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt

Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að.

Formúla 1

Rooney og Hernandez ekki með gegn Basel

Framherjarnir Javier Hernandez og Wayne Rooney munu ekki geta leikið með Man. Utd gegn Basel í Meistaradeildinni vegna meiðsla. Framherjavalið stendur því á milli Michael Owen, Dimitar Berbatov og Danny Welbeck.

Fótbolti

Milner: Ekkert vesen á Balotelli

James Milner segir að liðsfélagi sinn hjá Man. City, Mario Balotelli, hafi verið til sóma í vetur þó svo Ítalinn ungi hafi mátt þola ansi mikla bekkjarsetu það sem af er tímabili.

Enski boltinn

Pepsimörkin: Tilþrif og taktar frá 21. umferð

Að venju voru öll mörkin úr næst síðustu umferð Pepsideildar karla sýnd í markaþættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn og botnbaráttan er gríðarlega spennandi fyrir lokaumferðina um næstu helgi.

Íslenski boltinn

Tiger loksins búinn að finna kylfusvein

Tiger Woods er búinn að finna sér nýjan kylfusvein. Sá heitir Joe LaCava og var lengi vel kylfusveinn hjá Fred Couples. Upp á síðkastið hefur LaCava síðan unnið með Dustin Johnson.

Golf

Gæsaveiðin heldur róleg víða vegna veðurs

Gæsaveiðin er komin á fullt og víða á landinu er hún farin að bunka sig saman á túnum, bændum frekar til óþurftar en annars. Í Skagafirði og Húnaflóa eru sum túnin svört af gæs en hún hefur verið frekar erfið til veiða vegna óhagstæðra veðurskilyrða.

Veiði

Ótrúlegt vatnshögg hjá Haas - vann rúmlega 1,3 milljarða kr.

Kylfingurinn Bill Haas fékk heilar 11,5 milljónir bandaríkjadali í verðlaunafé gær þegar hann vann Tour Championship og um leið FedEx-bikarinn. Verðlaunaféð er það hæsta sem keppt er um í golfíþróttinni á ári hverju og vann Haas sér inn um 1,3 milljarða kr.

Golf

Van Persie vill ekki ræða um nýjan samning strax

Hollendingurinn Robin Van Persie segir að það liggi ekkert á að skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal. Hann segist vera ánægður með núverandi samning og er að einbeita sér að fótbolta. Eins og kunnugt er missti Arsenal tvo af sínum bestu leikmönnum i sumar er þeir Cesc Fabregas og Samir Nasri yfirgáfu félagið.

Enski boltinn

Fréttir úr Fossálum

Fossálar eru að gefa mjög vel og eru hollin sem hitta á réttu aðstæðurnar að fá jafna og góða veiði. Menn sem voru í síðustu viku að veiða fengu 14 sjóbirtinga. Næsta holl þar á eftir lenti í miklum vatnavöxtum og fékk 3 birtinga. Þá komu menn sem voru að um helgina og fengu 11 sjóbirtinga. Í því holli fengust fiskar á veiðistöðum nr. 4, fimm fiskar komu á land á veiðistað nr. 8, þá nr.12, 18 og 19. Uppistaðan í aflanum var 5-8 pund

Veiði

Flott veiði í Grenlæk svæði 4

Við fáum fréttir þessa dagana af fínni veiði á öllum okkar sjóbirtingssvæðum fyrir austan og er Grenlækur sv. 4 engin undantekning þar á. Þeir veiðimenn sem voru við veiðar á 18-20 sept. fengu 28 fallega sjóbirtinga. Allur fiskurinn var nýgenginn og og flestir 3-5 pund. Stærstur var 7 punda fiskur sem veiddur var í gamla árfarveginum. Mest fékkst út á flóðinu sjálfu og var hann allur veiddur á spón. Þess má einnig geta að félagið er nýbúið að koma litlum bát á svæðið til að auðvelda mönnum að komast um flóðið.

Veiði

KR-ingar misstu sig (og Rúnar) í fagnaðarlátunum - myndir

KR-ingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum vel og innilega í Vesturbænum í gær. Titillinn var sá tuttugasti og fimmti í sögu félagsins og sá fyrsti sem Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, vinnur. Hann fékk flugferð frá leikmönnum liðsins en lendingin var ekki eins og best verður á kosið.

Íslenski boltinn

Tryggvi borinn blóðugur af velli - myndir

Eyjamenn misstu Íslandsmeistaratitilinn til KR og annað sætið til FH-inga þegar þeir töpuðu 2-4 fyrir FH í Kaplakrikanum í 21. umferð Pepsi-deildar karla í gær. Eyjamenn misstu líka Tryggva Guðmundsson af velli eftir aðeins fimmtán mínútur eftir að Tryggvi fékk stóran skurð á höfuðið eftir brot Hákons Atla Hallfreðssonar.

Íslenski boltinn

Fimmta stjarnan á KR-búninginn

KR-ingar tryggðu sér sinn 25. Íslandsmeistaratitil með 3-2 sigri á Fylki í Vesturbænum í gær. KR-ingar hafa verið í forystusæti deildarinnar í allt sumar og eru vel að titlinum komnir.

Íslenski boltinn

Allt er fertugum fært í Finnlandi

Finninn Jari Litmanen getur ennþá skorað glæsimörk. Litmanen, sem varð fertugur í febrúar, kom HJK Helsinki á bragðið með frábæru marki í úrslitum finnska bikarsins um helgina.

Fótbolti

Umfjöllun Vísis um leiki dagsins

Næstsíðasta umferðar Pepsi-deild karla, sú 21. í röðinni, fór fram í dag og þar tryggðu KR-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn og þar með tvöfaldan sigur í ár. Spennan er hinsvegar gríðarleg í fallbaráttunni fyrir síðustu umferðina og þá eiga Stjörnumenn enn möguleika að ná þriðja sætinu af ÍBV eftir stórsigur Stjörnunnar á Val. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað.

Íslenski boltinn

Evrópuúrvalið vann Solheim-bikarinn

Evrópuúrvalið í golfi sigraði lið Bandaríkjanna í Solheim-bikarnum um helgina, en keppnin er haldin annað hvert ár og svipar til Ryder-bikarsins í karlaflokki.

Golf