Sport

Redknapp vill sjá Bale í Ólympíuliði Breta

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar ekki að koma í veg fyrir að Gareth Bale spili með breska Ólympíuliðinu á leikunum í London næsta sumar þótt að velska knattspyrnusambandið sé ekki hrifð af því að leikmaðurinn verði með.

Enski boltinn

Úlfarnir tryggðu sér stig með tveimur mörkum í blálokin

Wolves náði í langþráð stig með því að skora tvö mörk á síðustu sex mínútunum í 2-2 jafntefli á móti nýliðum Swansea City á Molineux í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Swansea komst í 2-0 í fyrri hálfleik og langt fram eftir leik stefndi í fyrsta útisigur liðsins á tímabilinu.

Enski boltinn

Fékk harðsperrur í magann

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli.

Íslenski boltinn

Vilja stöðva einelti og önnur samfélagsmein

Það hefur vakið nokkra athygli að körfuknattleikslið Njarðvíkur skartar auglýsingu á búningi sínum þar sem stendur: „Stöðvum einelti.“ Forkólfar körfuknattleiksdeildarinnar segja að einelti sé samfélagslegt vandamál á Suðurnesjum og þeir vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn þessu samfélagsmeini.

Körfubolti

Með kókaín í Kóraninum

Íranski landsliðsmaðurinn Amou Lashgarian Hassan var handtekinn í Mílanó í morgun en hann reyndi að smygla kókaíni inn til landsins.

Fótbolti

Emil skoraði í öðrum leiknum í röð

Emil Hallfreðsson skoraði mark Hellas Verona sem gerði 1-1 jafntefli við Nocerina í ítölsku B-deildinni í kvöld. Markið skoraði hann á 76. mínútu og tryggði sínum mönnum þar með stig á útivelli.

Fótbolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Snæfell 85-83

Þór Þorlákshöfn vann dramatískan sigur á deildarmeisturum Snæfells á heimavelli sínum í kvöld 85-83 með flautukörfu Marko Latinovic. Þór skoraði sjö síðustu stig leiksins á síðustu mínútu leiksins og hreinlega stal sigrinum sem virtist blasa við Snæfelli.

Körfubolti

Haukar - Stjarnan 68-89

Stjörnumenn lentu ekki í vandræðu með Hauka í kvöld en liðin mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sigur Garðbæinga var aldrei í hættu en þeir unnu að lokum 21 stigs sigur, 89-68.

Körfubolti

Chelsea nálgast Hazard

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Belginn Eden Hazard gangi í raðir Chelsea frá franska liðinu Lille. Forráðamaður hjá Lille staðfestir að félögin séu nálægt því að ná samkomulagi.

Enski boltinn

Ronaldo: Real er með besta leikmannahóp heims

Cristiano Ronaldo segist ekki vera í nokkrum vafa um að Real Madrid sé með besta leikmannahóp heims þessa dagana. Portúgalinn segir að gæðin í leikmannahópnum séu þess valdandi að hann vilji bæta sig enn frekar sem leikmaður.

Fótbolti

Rory losar sig við Chubby

Einn fremsti kylfingur heims, Rory McIlroy, ætlar að mjólka kúna fyrst hann er kominn á toppinn og til þess að fá sem mest út úr næstu árum hefur hann ákveðið að skipta um umboðsmann.

Golf

Kobe, LeBron og fleiri NBA-stjörnur á leiðinni saman í heimsferð

NBA-stórstjörnurnar Kobe Bryant, Amar’e Stoudemire og Kevin Durant eru í aðalhlutverki í nýju verkefni sem á að sjá til þess að nokkrir vel valdir NBA-leikmenn fái eitthvað að gera á næstunni þar sem að ekkert bendir til þess að verkfallið leysist. Þeir eru að skipuleggja tíu daga heimsferð þar sem lið þeirra mun spila í Púertó Ríkó, Evrópu, Asíu og Ástralíu. ESPN sagði fyrst frá þessari hugmynd.

Körfubolti

Fabregas verður aftur með Barcelona á morgun

Cesc Fabregas er búinn að ná sér af meiðslunum og verður með Barcelona á móti Seville í spænsku deildinni á morgun. Fabregas hefur verið frá í þrjár vikur eftir að hafa tognað aftan í læri á æfingum með Barcelona 1. október síðastliðinn.

Fótbolti

Richards hjá City: Leikmenn United eru svolítið hræddir við okkur

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, segir að nágrannar þeirra Manchester United séu hræddir við City-liðið en Manchester-slagurinn fer fram á Old Trafford á sunnudaginn og í boði er efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni. City hefur tveggja stiga forskot á topp ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið 7 af 8 deildarleikjum tímabilsins til þessa.

Enski boltinn