Anna Úrsúla: Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 5. desember 2011 08:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir vill ekki horfa þegar íslenska landsliðið fær víti á HM í Brasilíu. Mynd/Pjetur Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Það er löngu vitað að afreksfólk í íþróttum notar ótrúlegustu hluti og aðferðir til þess að róa taugarnar. Leikmenn íslenska kvennalandsliðið í handbolta eru þar engin undantekning. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fer fremst í flokki á þessu sviði hjá HM-liði Íslands. Línumaðurinn sterki er ekki með taugar í það að horfa á liðsfélaga sína taka vítaköst. Hún snýr alltaf baki í markið þegar íslenska liðið tekur víti, eins og sjá má á myndinni sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins tók á leiknum gegn Svartfjallalandi í gær. „Þetta er bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér sem ég byrjaði á í fyrstu úrslitakeppninni með Val,“ sagði Anna og hló þegar hún var spurð um þessa hluti á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Anna Úrsúla er mun vanari því að taka vítaköstin sjálf, en hún er ekki fyrsti valkostur hjá íslenska liðinu á þessu móti. Var stressuð yfir vítunum„Ég var bara stressuð yfir þessum vítaköstum á þessum tíma og fór að gera þetta. Fór bara aftur að punktalínu á varnarhelmingnum, krossaði fingur og vonaði það besta. Mér fannst þetta virka svo vel að ég hélt bara áfram að gera þetta,“ sagði Anna en hún hefur einnig reynt að „afsanna“ þessa hjátrú með mjög „óvísindalegum hætti“. „Ég var eitthvað farin að efast um þetta um daginn. Og hætti að gera þetta, sneri að markinu, og þá klúðraði hún sem tók vítið fyrir okkur. Þannig að það er engin spurning um að ég verð að halda þessu rugli áfram.“ Anna tekur það skýrt fram að hún sé ekki að lýsa yfir vantrausti á þá leikmenn sem taki vítin fyrir Ísland. „Ég treysti þeim 100%, Karen (Knútsdóttir) og Stella (Sigurðardóttir) hafa séð um þetta. Jenný markvörður (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) lætur mig bara vita hvernig þetta fer hjá þeim í hvert sinn.“ Var verri í fótboltanumLandsliðskonan segir að hún hafi verið mun verri í þessari hjátrú þegar hún var að æfa og keppa í fótbolta. „Þá var ég alveg í ruglinu og með hrikalega marga hluti sem ég varð alltaf að gera eins fyrir hvern leik. Núna læt ég þetta eina skrýtna atriði nægja.“ Eins og gefur að skilja er Anna Úrsúla ekki sú eina í íslenska liðinu sem er með einhverja siði eða hjátrú sem þurfa að vera í lagi fyrir leik. Hún þarf aðeins að hugsa sig um þegar hún er beðin um að nefna eitthvað mjög undarlegt. Þórey þolir ekki úfna fléttu„Það toppar ekkert það sem Þórey (Rósa Stefánsdóttir) gerði fyrir leikinn gegn Svartfjallalandi. Hún þurfti að gera fléttuna í hárið fjórum sinnum því hún má ekki vera úfin. Þannig er þetta hjá henni, úfin flétta er sama og lélegur leikur. Þetta er mjög mismunandi eftir fólki. Sumir gera þetta til þess að róa sig og ef það virkar er um að gera halda því bara áfram. Ef mér líður vel með þetta held ég þessu áfram – ekki nema ég fari að taka vítinn, en ég á ekki von á því,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.
Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira