Handbolti

HM 2011: Við gerðum ekki það sem lagt var upp með

Anna Úrsúila Guðmundsdóttir var ekki sátt við eigið framlag gegn Angóla í Brasilíu.
Anna Úrsúila Guðmundsdóttir var ekki sátt við eigið framlag gegn Angóla í Brasilíu. Mynd/Pjetur
„Það er of erfitt að ráða í þessa leikmenn sem við vorum að mæta. Það er ekki oft sem við spilum gegn liðum sem leika svona handbolta. Við gerðum ekki það lagt var upp með og þær skoruðu nánast að vild,“  sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eftir 28-24 tapleikinn gegn Angóla.

„Sóknarleikurinn var ekki góður. Kerfin okkar gengu ekki upp og það var svo margt sem var í ólagi hjá okkur. Við getum samt ekkert farið að svekkja okkur á þessu. Það eru margir leikir eftir og það er enn möguleiki á að komast áfram í 16-liða úrslit.“

Hvernig útskýrir þú þessar miklu sveiflur í leik ykkar?

„Við hættum alveg að horfa á markið í sókninni, sem er  ólíkt okkur. Okkur gekk vel í leiknum gegn Svartfjallalandi að losa boltann. En það var einhver ótti í gangi í þessum leik. Sjálfstraustið var aldrei til staðar. Einstaklingsframtakið var of mikið. Kerfin og það sem við erum vanar að gera gekk ekki upp. Það vantar stöðuleika.  Þessi sigurleikur virðist hafa verið á bakinu á okkur. Sem á ekki að gerast,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×