Handbolti

HM 2011: Þetta var sagt eftir tapleikinn gegn Angóla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska handboltalandsliðinu var skellt niður á jörðina í gær þegar að Afríkumeistarar Angóla gerðu sér lítið fyrir og unnu Ísland, 28-24.

Sigurður Elvar Þórólfsson íþróttafréttamaður er staddur í Brasilíu og tók þjálfara og leikmenn tali eftir leik. Viðtölin má sjá hér fyrir ofan.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við hittum bara ekki á góðan dag, því miður," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við vorum bara ekki að spila nægilega vel og gerðum allt of mikið af mistökum, bæði í vörn og sókn."

„Við vorum alls ekki stressaðar. Það var bara til háborinnar skammar hvernig við mættum til leiks í dag," sagði leikstjórnandinn Karen Knútsdóttir.

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði, baðst afsökunar eftir leikinn. „Kannski sat leikurinn í gær í okkur," sagði hún en öll viðtölin má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×