Handbolti

Umfjöllun Þorsteins J. og gesta um leikinn gegn Angóla

Þorsteinn J. og gestir hans, þeir Guðjón Guðmundsson og Geir Sveinsson fóru vel og vandlega yfir tapleik Íslands gegn Angóla á HM í Brasilíu í gær. Þáttinn má sjá hér fyrir ofan.

Ísland tapaði með fjögurra marka mun fyrir Afríkumeisturunum, 28-24, og missti þar með af tækifæri til að skella sér á topp A-riðils með fullt hús stiga. Það gerði Angóla hins vegar en liðið vann Kína í fyrstu umferðinni á laugardaginn.

Ísland á næst leik gegn Ólympíu- og Evrópumeisturum Noregs á morgun og munu þeir Þorsteinn J og gestir hans áfram fjalla ítarlega um þátttöku Íslands á HM í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×