Sport

Arsenal á eftir Podolski

Arsenal er nú sagt vera á höttunum eftir þýska framherjanum Lukas Podolski sem spilar með Köln í heimalandinu. Hermt er að Arsenal ætli sér að bjóða 20 milljónir punda í framherjann.

Enski boltinn

111.7 milljóna tilboð á borðinu í Þverá/Kjarrá

Við fengum símtal rétt eftir hádegi frá manni sem var viðstaddur þegar tilboðin voru opnuð í Þverá/Kjarrá, en ansi lítið bar á milli tveggja tilboða. Tilboðsgjafarnir voru meðal annars Lax-Á, Davíð Másson, Arnór Diego og SVFR sem var með lægsta tilboðið.

Veiði

Gerrard frá næstu vikur

Liverpool staðfesti í dag að Steven Gerrard verði frá í óákveðinn tíma eftir að hafa fengið sýkingu í ökklann. Það mun taka hann lengri tíma að jafna sig en í fyrstu var talið.

Enski boltinn

Shaq gefur út bók - ætlaði að drepa Kobe

NBA-goðsögnin Shaquille O´Neal mun gefa út bók um miðjan mánuðinn sem á vafalítið eftir að vekja mikla athygli. Bókin heitir: "Shaq Uncut: My Story". Þegar er byrjað að birta safaríka hluta af bókinni í auglýsingarskyni og í einum þeirra tjáir Shaq sig um deiluna við Kobe Bryant en þeir voru ekki miklir félagar er þeir spiluðu saman með Lakers.

Körfubolti

Blanda uppgjör 2011

Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum.

Veiði

Viðtal - Ási og Gunni Helga með nýja veiðimynd og bók

Þeir bræður Gunnar og Ásmundur Helgasynir eyddu sumrinu í að taka upp veiðimynd um íslenska stórlaxinn. Myndin, sem ber heitið Leitin að stórlaxinum, verður þó ekki ein á ferð því þeir bræður eru einnig að gera bók með sama nafni – og mun myndin fylgja bókinni á dvd disk. Veiðivísir sat fyrir þeim á dögunum og dældi á þá spurningum.

Veiði

Leikmenn Milan spila fyrir Cassano í kvöld

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, segir að liðið muni spila fyrir framherjann Antonio Cassano í kvöld en þá mætir Milan liði BATE Borisov í Meistaradeildinni. Cassano hefur verið á spítala síðustu tvo daga en hann fékk vægt hjartaáfall.

Fótbolti

Skammast sín fyrir You´ll Never Walk Alone tattúið

Bjarki Már Elísson var verðlaunaður fyrir frábæra frammistöðu með HK-liðinu síðustu vikurnar með því að vera valinn í íslenska landsliðið í gær. Nýjasti strákurinn okkar viðurkennir að hann hafi eitthvað að fela inni á vellinum.

Handbolti

Fyrirliði Fylkis farin í Val

Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, hefur gert tveggja ára samning við bikarmeistara Vals en þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Laufey segist hafa valið Val yfir Breiðablik.

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Loksins eitthvað að gerast í Elokobi-horninu

George Elokobi leikmaður Wolves var samkvæmt venju til umfjöllunnar í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær. Varnarmaðurinn sterki sýndi fína takta í bikarleik gegn Manchester City á dögunum en fóru Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason yfir þau í þættinum í gær. Fleiri brot úr Sunnudagsmessu gærdagsins er að finna á sjónvarpshlutanum á Vísir.

Enski boltinn

Úrslit og stigaskor í Lengjubikarnum - KFÍ vann Hauka á Ásvöllum

Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld og óvæntustu úrslitin urðu á Ásvöllum þegar 1. deildarlið KFÍ vann 79-76 sigur á Iceland Express deildarliði Hauka. Það munaði líka litlu að topplið Grindavíkur tapaði á heimavelli á móti Fjölni. ÍR, Njarðvík og Keflavík unnu hinsvegar öll nokkuð örugga heimasigra.

Körfubolti

Anton og Hlynur valdir til að dæma á EM

Alþjóðadómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson hafa verið tilnefndir af evrópska handboltasambandinu, EHF, til þess að dæma á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serbíu í janúar 2012. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Handbolti