Sport

Björgvin og Aron meiddir

Það kvarnast enn úr íslenska landsliðshópnum sem æfir hér á landi þessa dagana. Nú eru tveir markverðir gengnir úr skaftinu.

Handbolti

Umhverfisvæn skot í Vesturröst

Vesturröst er farin að bjóða uppá umhverfisvænni skot frá Hull. Það þekkist mjög víða í heiminum að skot með blýhöglum er bönnuð sökum mengunar sem þau kunna að valda. Hull hefur þess vegna framleitt skot skot með stálhöglum sem ryðga og eyðast í náttúrunni og púður framleitt úr sykrum sem er líka umhverfisvænna.

Veiði

Tekur Roy Keane við Leicester?

Roy Keane er líklegur til þess að taka við liði Leicester í ensku 1. deildinni en forráðamenn liðsins ráku Svíann Sven Göran Eriksson á dögunum. Keane er risastórt nafn í fótboltaheiminum eftir glæstan feril sem leikmaður Manchester United og írska landsliðsins. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi sem knattspyrnustjóri eftir að hafa staldrað frekar stutt við í slíku starfi hjá Sunderland og Ipswich.

Enski boltinn

Ole Gunnar Solskjær orðaður við Blackburn

Ole Gunnar Solskjær stýrði Molde til sigurs á fyrsta ári sínu sem þjálfari liðsins í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um s.l. helgi. Árangur Norðmannsins hefur ekki farið framhjá neinum enda þekkt nafn á ferðinni og enskir fjölmiðlar á borð við Telegraph leiða að því líkum að Solskjær verði næsti knattspyrnustjóri Blackburn.

Enski boltinn

Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift

Nú þegar veiðitímabilinu er lokið er um að gera að elda lax, fara með í reyk og síðast en ekki síst að grafa lax. Þetta er svo einfalt að það geta allir gert þetta og það skemmtielga er að finna sitt eigið bragð í kryddblöndunni. En til að fara öruggur af stað þá er hér uppskrift sem er ættuð frá Veislunni á Seltjarnarnesi.

Veiði

Óstofnað félag með hæsta boð í Þverá/Kjarrá

Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum, þá eru þrír einstaklingar, Halldór Hafsteinsson, Davíð Másson og Ingólfur Ásgeirsson með hæsta tilboð í Þverá/Kjarrá „fyrir hönd óstofnaðs félags“ eins og það er orðað. Upphæðin er 111.700.000 krónur, en áin leigist frá og með 2013 til fimm ára, eða til og með 2017.

Veiði

NBA deilan hefur áhrif á golfið hjá Michael Jordan

Michael Jordan, eigandi NBA liðsins Charlotte Bobcats, er án efa ekki sáttur við verkbannið í deildinni og deilu eigenda við leikmannasamtökin. Jordan gaf gær frá sér hlutverk aðstoðarfyrirliða bandaríska úrvalsliðsins í golfi sem keppir í Forsetabikarnum gegn alþjóðlega úrvalsliðinu. John Cook mun taka við hlutverki Jordan en Fred Couples er fyrirliði bandaríska liðsins.

Golf

Það voru bara tvær mínútur eftir af æfingunni

Það var stutt gaman hjá línumanninum Einari Inga Hrafnssyni sem var valinn í íslenska landsliðið á dögunum. Hann varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar hann handarbrotnaði á æfingu íslenska landsliðsins. Einar Ingi var að fá sín fyrstu alvöru kynni af A-landsliðinu en átti að baki einn leik með hálfgerðu b-liði sumarið 2009.

Handbolti

Walcott: Auðvitað erum við pirraðir

Theo Walcott og félögum í Arsenal tókst ekki að skora hjá franska liðinu Marseille í Meistaradeildinni í kvöld en efstu liðin í F-riðlinum gerðu þá markalaust jafntefli í öðrum leiknum í röð.

Fótbolti

Japanskt lið á eftir Ronaldinho

Þó svo Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi bætt á sig nokkrum kílóum og virðist ekki hafa allt of mikinn áhuga á fótbolta lengur er enn eftirspurn eftir þjónustu hans.

Fótbolti

Villas-Boas: Hlutirnir eru ekki falla með okkur þessa dagana

Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, horfði upp á sína menn ná aðeins jafntefli á móti belgíska liðinu Genk í Meistaradeildinni í kvöld. Chelsea komst 1-0 yfir í fyrri hálfleik og átti að vera löngu búið að gera út um leikinn þegar Belgarnir jöfnuðu metin í þeim síðari.

Fótbolti

Barcelona og AC Milan komin áfram - öll úrslit kvöldsins

Úrslitin réðust í H-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Evrópumeistarar Barcelona og AC Milan tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar. Barcelona vann þá 4-0 útisigur á Viktoria Plzen og 1-1 jafntefli AC Milan í Hvíta-Rússlandi var því nóg fyrir ítalska liðið.

Fótbolti

Eigandi Miami sektaður fyrir ummæli á Twitter

Forráðamenn NBA-deildarinnar eru ekkert allt of hrifnir af því að eigendur liðanna séu að tjá sig um NBA-deiluna og nú hefur David Stern, yfirmaður deildarinnar, slegið á puttana á Micky Arison, eiganda Miami Heat, sem hefur verið að tjá sig um málið á Twitter.

Körfubolti

Kroenke skilur ekkert í stuðningsmönnum Man. Utd

Bandaríkjamaðurinn Stan Kroenke, aðaleigandi Arsenal, skilur ekkert í þeim hópi stuðningsmanna Man. Utd sem mótmæla eigendum Man. Utd, Glazer-fjölskyldunni. Kroenke segir að stuðningsmennirnir eigi frekar að þakka Glazer-fjölskyldunni fyrir þann árangur sem félagið hefur náð síðan fjölskyldan keypti félagið.

Enski boltinn