Sport

Frakkar sektaðir um þúsund evrur

EHF, Handknattleikssamband Evrópu, hefur sektað franska sambandið um þúsund evrur vegna þess að þjálfari Frakka, Claude Onesta, mætti ekki á blaðamannafund eftir leik sinna manna gegn Rússum í gær.

Handbolti

Norskur dómari: Skil dönsku dómarana mjög vel

Kjersti Arntsen, norskur handboltadómari sem hefur dæmt á stórmótum í handbolta, segir að dönsku dómararnir í leik Íslands og Noregs í gær hafi haft talsvert til síns mál þegar þeir dæmdu ekki víti á Vigni Svavarsson á lokamínútu leiksins í gær.

Handbolti

Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar

Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í umsóknum um laxveiðileyfi í Elliðaánum fyrir komandi sumar. Þegar framlengdur umsóknarfrestur rann út á hádegi sl. föstudag kom í ljós að ríflega 760 A umsóknir höfðu borist sem er talsvert umfram framboð.

Veiði

Arnór: Við tókum bara Króatana á þetta

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Arnór Atlason voru ánægðir með sigurinn á Norðmönnum í gærkvöldi enda leit þetta ekki alltof vel út þegar Norðmenn voru komnir fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik.

Handbolti

Tíu frábærar mínútur dugðu til

Strákarnir okkar voru slakir gegn Norðmönnum í gær en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að kreista út tveggja marka sigur. Ísland er því enn á lífi og á góðan möguleika á að komast með stig í milliriðil.

Handbolti

Strákarnir unnu síðustu tíu mínúturnar 7-2 - myndir

Íslenska handboltalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta sigur á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna Norðmenn 34-32 í kvöld en Norðmenn voru 27-30 yfir þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Íslenska liðið vann lokakafla leiksins 7-2 og fögnuðu strákarnir gríðarlega í leikslok.

Handbolti

Róbert: Ætlaði að standa mig í dag

Línumaðurinn Róbert Gunnarsson átti algjörlega stórbrotinn leik á línunni hjá íslenska liðinu í kvöld. Hann skoraði úr öllum níu skotum sínum í leiknum og fiskaði þess utan tvö vítaskot.

Handbolti

Vignir: Maður hálfvorkennir Norðmönnunum

Vignir Svavarsson hefur komið sterkur inn í íslenska liðið á EM og hann skoraði ótrúlega dýrmætt mark úr hraðaupphlaupi undir lokin sem fór langleiðina með að tryggja íslenska liðinu sigur í leiknum gegn Noregi í kvöld.

Handbolti

Spánverjar náðu bara jafntefli á móti Ungverjum

Spánverjar náðu ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Frökkum í fyrsta leik sínum því liðið gerði bara jafntefli á móti Ungverjalandi, 24-24, í kvöld í seinni leik dagsins í C-riðli Evrópukeppninnar í Serbíu. Ungverjar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér jafntefli.

Handbolti

Alexander: Við neituðum að gefast upp

"Ég veit ekki alveg hvernig við fórum að þessu. Við bara neituðum að gefast upp og gáfum allt sem við áttum í þennan leik til enda," sagði baráttujaxlinn Alexander Petersson eftir sigurinn ótrúlega gegn Norðmönnum.

Handbolti

KR lagði Snæfell í spennuleik | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld og var mesta spennan í Stykkishólmi þar sem KR vann nauman sigur gegn liði Snæfells, 68-66. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Snæfell fékk tækifæri til þess að jafna metin í síðustu sókn leiksins. Keflavík styrkti stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með 89-62 sigri gegn Val á heimavelli. Haukar lögðu Fjölni á útivelli, 92-71, og Njarðvík vann Hamar 89-77 en Njarðvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar.

Körfubolti